fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Læknir baðst afsökunar þegar annar tvíburinn fæddist með Downs heilkenni

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann fimmtánda febrúar á þessu ári fæddust tvíburar sem læknar hafa sagt vera „einn á móti milljón“. Ástæðan fyrir þeirri útskýringu er vegna þess að önnur þeirra fæddist með litningargalla en hin heilbrigð.

Harper er með mikið dökkt hár

„Það eina sem ég man var að læknirinn baðst afsökunar,“ sagði Nicola Bailey móðir tvíburanna í samtali við Metro. Læknarnir vissu ekki að Harper væri með litningagalla fyrr en hún kom í heiminn um 38 mínútum á undan systur sinni Quinn.

Foreldrunum Todd og Nicola Bailey fannst afsökunarbeiðni læknanna óþörf enda elska þau báðar stelpurnar jafn mikið.

„Þær voru báðar svo fallegar. Harper hafði ekki sýnt neitt óeðlilegt í sónurum og læknarnir höfðu ekki áttað sig á því að hún væri með litningargalla.“

Þrátt fyrir að foreldrarnir hafi orðið hissa við fæðinguna segja þau bæði að þau myndu ekki vilja breyta neinu.

Nicola segir að sambandið á milli stúlknanna tveggja sé einstakt en viðurkennir þó að Quinn hafi verið afbrýðisöm út í Harper.

Tvíburarnir Herper og Quinn með eldri bróður sínum

„Quinn er afbrýðisöm útaf hári Harper. Quinn er með ljóst úfið hár á meðan Harper er með mikið brúnt hár sem hægt er að setja í teygju.“

Harper þarf líklega að fara í aðgerð til þess að laga gat í hjarta hennar þegar hún verður sex ára en það er algeng fyrir börn sem fæðast með Downs heilkenni.

Nicola er staðráðin í því að fræða fólk um Downs heilkennið og draga úr fordómum.

„Harper er Harper og Quinn er Quinn. Þær eru ekki sama manneskjan svo ég reyni að bera þær ekki saman, þrátt fyrir að það geti verið erfitt. Við sjáum fólk oft stara á hana og það getur verið neikvætt. Fólk hefur sagt við okkur „ Ó er hún Downs barn og ég þekki Downs stelpu“. En hún er ekki Downs barn, hún er barn sem fæddist með Downs heilkenni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona