fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Ragga Eiríks skrifar um kynlíf: Eins „kink“ er annars hversdagsleiki

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 29. júlí 2018 22:00

Ragnheiður Haralds og Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes er pönkari. Hann býr í Álftamýrinni og gengur í leðurjakka, litar hárið á sér stundum bleikt og er með sjö göt í hægra eyranu. Þegar hann gengur í vinnuna í miðbænum á hverjum morgni hlustar hann á Einstürzende neubauten og hugsar um áttunda áratuginn. Hann er ekki lengur með hanakamb, en hefur greitt sér þannig fyrir tónleika. Jóhannes á kærustu og með henni tvö börn. Þau stunda kynlíf að meðaltali tvisvar í viku, yfirleitt nakin uppi í rúmi í trúboðastellingunni. Eitt kvöld í síðustu viku í sérstaklega lostafullu skapi byrjuðu þau að kela í sófanum yfir Good girls-seríunni á Netflix (eflaust hefur sögupersónan Rio kveikt í þeim með hálsflúrið og sínar lostafullu munnhreyfingar). Keleríið leiddi til samfara AFTAN FRÁ á sófanum og í hamaganginum rassskellti Jóhannes kærustuna nokkrum sinnum með lófanum. Daginn eftir sendi hún honum sms: „Ég elska hvað við erum orðin kinky“.

Verðlaunaður með písknum

Sigríður er bankakona. Hún býr í Garðabæ og klæðir sig fyrir vinnuna í dragtir sem hún á í nokkrum litum. Hún er með ljósar strípur í skollituðu hárinu og blæs það á hverjum morgni. Á leiðinni í vinnuna hlustar hún yfirleitt á Rás 2 og hugsar um Skuggabarstímabilið þegar allt var einfaldara. Sigríður er gift og á þrjú börn á unglingsaldri með manni sínum. Þau stunda kynlíf einu sinni eða tvisvar í mánuði en daglega fróar Sigríður sér inni á klósetti í vinnunni til að fá útrás fyrir kynferðislegu orkuna. Í kynlífinu með manninum er Sigríður drottnandi, hún setur á hann hundaól, skipar honum að skríða á svefnherbergisgólfinu og lætur hann kyssa og sleikja á henni tærnar. Þau eiga písk sem var keyptur í Ástund og Sigríður notar hann stundum til að verðlauna eiginmanninn fyrir góða frammistöðu í munngælum. Hann nýtur sársaukans og er þakklátur. Sigríður er orðin dálítið þreytt á þessari rútínu og hefur að undanföru velt fyrir sér hvort þau ættu ekki að prófa eitthvað nýtt og kinkí.

Einu sinni var sushi framandi matur

Eins „kink“ er nefnilega annars hversdagsleiki. Framangreind dæmi eru einungis til að vekja lesendur til umhugsunar um hvað er kinkí þegar kemur að kynlífi. Grunur minn er sá að það sé afskaplega misjafnt fyrir hvern og einn, rétt eins og það var mjög óvenjulegt fyrir íslensku þjóðina að borða sushi árið 1978. Í dag er sushi hversdagslegur matur, og það getur líka átt við kink. Einu sinni vann ég með konu sem var hálfa vakt í sjokki yfir því að hafa þurft að mæta til sjúkraþjálfarans síns í svörtum nærfötum – hún vildi ekki að hann héldi að hún væri einhver kink-gyðja. Það getur vel verið að sama kona gangi í dag í svörtum nærfötum og mæti þangað sem hún á að mæta fáklædd án þess að hugsa sig um tvisvar. Í dag þætti henni kannski einum of að mæta í rauðum g-streng.

„Swingarar“ vilja helst hefbundið kynlíf … með áhorfendum

Pælingar mínar um kink kviknuðu fyrir nokkrum dögum þegar í ljós kom að góð vinkona mín sem stundar kinkí kynlíf af miklum móð leit svo á að fólk sem stundar swing væri pottþétt líka kinkí. Ég hélt nú ekki – enda er meirihluti þess hóps sem ég hef talað við mest gefinn fyrir ósköp venjulegt kynlíf … bara með annað fólk viðstatt og/eða takandi þátt. Ég vildi því meina að swing væri alls ekki í sjálfu sér kinkí athæfi, hins vegar væri það sem fellur undir BDSM mun líklegra til að vera það í hugum fólks. Eða hvað?

 

Ég hef vissulega skrifað og talað mikið um kink síðustu tvo áratugina, en þó er skilgreining fyrirbærisins dálítið á reiki í huga mínum. Ég prófaði að gúgla og fékk helst þá niðurstöðu að notkun orðsins í kynferðislegu samhengi vísaði yfirleitt til óvenjulegra kynlífsathafna, óra eða hugtaka. Í bók minni Kynlíf já takk, sem kom út hjá Forlaginu 2014, var einn kaflinn helgaður kinkí kynlífi. Ég notaði þó annað hugtak, bæði vegna ástar minnar á móðurmálinu, en ekki síður vegna framandi hleðslu sem kink-hugtakið hefur í augum margra. Ég ákvað því að tala um SKAPANDI KYNLÍF, sem augljóslega hefur sínar takmarkanir líka þar sem færa má rök fyrir því að allt kynlíf geti gefið útrás fyrir sköpun vegna órjúfanlegra tengsla sköpunarkraftsins og kynorkunnar sem býr innra með hverju og einu okkar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.