fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Dóttir Helga kom út sem trans strákur: „Hún harðneitaði öllum fötum sem flokkast sem stelpuföt og varð strax flottur gaur – Þetta er rökrétt framhald“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 26. júlí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir Helga Jóhanessonar kom á dögunum út sem trans strákur. Sigurður Jóhann Helgason sem áður hét Jóhanna Lilja tók upp Sigurðar nafnið eftir móðurafa sínum sem var, samkvæmt Helga, einstaklega ljúfur og víðsýnn maður.

Helgi taldi rétt að deila þeim fréttum að dóttir þeirra væri komin út sem trans strákur þar sem tíðindin séu stór.

„Þessi tíðindi, þó stór séu, þurfa ekki að koma okkur sem best þekkjum til á óvart. Jóhanna var ekki há í loftinu þegar hún harðneitaði öllum fötum sem flokkast sem stelpuföt og varð strax flottur gaur og fór sínar leiðir. Þetta er allt saman rökrétt framhald,“ segir Helgi í færslu á Facebook sem hann gaf Bleitk góðfúslegt leyfi til þess að fjalla um.

Gæfi aleiguna fyrir að hafa kjark og sjálfstæði Jóhanns

„Við búum vonandi núna í það opnu og umburðarlyndu þjóðfélagi að þær áskoranir sem nú mæta Jóhanni verði eitthvað auðveldari viðureignar en áður var. Eitt get ég þó sagt frá rótum hjarta míns: Af öllu því fólki sem ég hef kynnst á minni ævi er það ekki nokkur manneskja sem ég treysti betur til að höndla það allt saman en einmitt Jóhanni sjálfum.“

Faðir Jóhanns er bersýnilega mjög stoltur af honum og þeirri ákvörðun hans að koma út.

„Elsku Jóhann. Þú veist að við elskum þig öll nákvæmlega eins og þú ert. Við hlökkum öll til að fylgjast með þér og standa við bakið á þér og systkinum þínum í framtíðinni og vera til staðar fyrir ykkur öll. Ég gæfi aleiguna fyrir aðeins brotabrot af þeim kjarki og sjálfstæði sem þú hefur til að bera.“

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“