fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Katrín Helga segir sjúkraliða ekki metna að verðleikum: „Við sjúkraliðar vinnum oft á þunnri línu milli lífs og dauða“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 25. júlí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa raddir ljósmæðra og stuðningsmanna þeirra gengið eins og eldur um sinu á frétta- og samfélagsmiðlum vegna kjarabaráttu þeirra sem staðið hefur yfir.

Í kjölfarið tóku sjúkraliðar sig saman og ákváðu að deila reynslu sinni af sjúkraliðastarfinu og þeirri miklu óánægju sem myndast hefur meðal þeirra. Sjúkraliðar telja sig ekki fá að nýta faglega þekkingu sína og færni í starfi og telja þeir mikilvægt að samvinna fagstétta eigi sér stað.

Katrín Helga sjúkraliði og bloggari á síðunni Vynir skrifaði nýlega færslu um reynslu sína á starfinu.

Sjúkraliðar ekki metnir að verðleikum

„Til þess að verða sjúkraliði þarftu að fara í þriggja ára nám á framhaldsskólastigi. Svo er hægt að bæta við einu ári og taka viðbótarnám til stúdentspróf. Ég gerði það og útskrifaðist sumarið 2014. Ég hef unnið sem sjúkraliði í rúmlega fjögur ár í dag og gefa umræðurnar í samfélaginu manni þá upplifun að maður sé ekki metinn að verðleikum.“

Katrín segir sjúkraliðastéttina vera hægt og bítandi að hverfa út og að meðalaldur starfandi sjúkraliða sé mjög hár.

„En hvers vegna? Umræðan og raunveruleikinn sem að við lifum við á Íslandi er ekki að hvetja ungt fólk til þess að sækjast í sjúkraliðamenntun eða menntun í heilbrigðisgeiranum yfirhöfuð. Sem gerir það að verkum að á endanum deyr sjúkraliðastéttin út þar sem ekki er nægilega mikil eftirsókn í það að verða sjúkraliði sem er annars mjög gott og gefandi starf.“

Sjúkraliðum oft ruglað við aðrar starfsstéttir

Katrín minnist atviks sem hún lenti í þegar hún var í verknámi á barnaspítalanum.

„Ég fór inn á stofu til þess að mæla blóðþrýsting hjá barni. Barnið var orðið hrætt vegna allra rannsóknanna sem að það hafði farið á á spítalanum. Ég kynnti mig og sagði við barnið að ég ætlaði ekki að stinga það. Ég mætti það ekki vegna þess að ég væri bara sjúkraliði. Faðir barnsins horfði þa mig og sagði: „Þú ert ekki bara sjúkraliði. Þú ert sjúkraliði. Mundu það.““

Katrín segir skrítið að þurfa að útskýra starfsheiti sitt en að staðreyndin sé sú að sjúkraliðum sé oft ruglað saman við aðrar stéttir.

„Fæst okkar starfa á sjúkrabílum en okkur er oft ruglað saman við sjúkraflutningamenn. Við hverfum yfirleitt í umræður á borð við skort á hjúkrunarfræðingum en skortur sjúkraliða er einnig mikill.“

Segir Katrín sjúkraliða starfa á mörgum sviðum innan heilbrigðisgeirans. Sem dæmi: Sjúkrahúsum, heilsugæslu, heimahjúkrun, umönnun fatlaðra, öldrunarstofnunum og sambýlum.

Spurð að því hvort þau séu að skeina fólki allan vinnudaginn

„Listinn nær sennilega mikið víðar en ég vel að hafa hann ekki lengri hér. Það er mjög mismunandi eftir vinnustöðum hversu mikið sjúkraliðinn fær að gefa í starfi en að öllu jöfnu fáum við að gera það sama. Ég veit að ég sjálf og margir aðrir sjúkraliðar höfum fengið þá spurningu hvað sé ætlast til af okkur í vinnunni. Hvort að við séum að skeina fólki allan vinnudaginn og hvort það sé þess virði. Það vill svo til að við þurfum að gera það já, en fyrir mér, svo ég sé ekki að tala fyrir fleiri en mig sjálfa að þá er það svo lítill partur af því annars magnaða starfi sem ég vinn við.“

Katrín segir það að hjálpa fólki við athafnir grunnþarfa sinna á meðan það gengur í gegnum erfiða tíma vega þyngra.

„Við sjúkraliðar, eins og margir aðrir heilbrigðisstarfsmenn vinnum oft á þunnri línu á milli lífs og dauða. Sjúkraliðinn er til staðar á erfiðustu tímum í lífi fólks sem og á stundum þegar að allt gengur vel. Ég hef þurft að horfa upp á ýmislegt á þeim stutta tíma sem ég hef starfað sem sjúkraliði en ég hef einnig horft upp á magnaða hluti hvað varðar endurhæfingu sjúklinga eftir erfið áföll. Ég hef verið til staðar og sýnt stuðning við síðasta andardrátt oftar en ég kæri mig um að muna. Ég hef glaðst og horft á fólk labba aftur eftir langa en erfiða endurhæfingu eftir stór slys. Ég hef verið til staðar þegar að einstaklingar þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna meiðsla og annarra kvilla. Ég hef verið til staðar fyrir aðstandendur og sjúklinga þegar að þau þurftu á því að halda, eins mikið og starfslýsingin mín leyfir. Ég hef þerrað tár, ég hef fellt tár og hlustað á erfiðum tímum í lífi fólks, enda fyrir marga erfitt að leggjast inn á spítala. Ég er ekki bara sjúkraliði… Ég er sjúkraliði.“

Katrín deilir reynslu sinni undir hashtaginu #ekkibarasjukralidi sem sjúkraliðar nota um þessar mundir til þess að sameina og deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.