fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Erna og Bassi giftu sig á Ítalíu – Fjarlægur draumur varð að veruleika

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 25. júlí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, hönnuður, snappari og guðfræðingur og Bassi Ólafsson tónlistarmaður og trommuleikari í Kiriyama Family gengu að eiga hvort annað í drauma brúðkaupi á Ítalíu þann 18. júlí síðastliðinn.

Loksins hjón

„Í fyrstu var þetta fjarlægur draumur sem síðan skyndilega varð gerlegri þegar við fylgdumst með vinafólki okkar gifta sig í þvílíkri paradís á Ítalíu. Við ákváðum þá að stökkva til og sjáum svo sannarlega ekki eftir því. Við svífum enn á bleiku skýji,“ segir Erna sem er nýkomin aftur heim til Íslands.

Leigðu Villu fyrir brúðkaupið

„Brúðkaupið var haldið rétt við bæinn San Severino Marche í undurfallegri Villu sem við leigðum með fjölskyldu og vinum í viku.“

Erna lýsir brúðkaupsathöfninni sjálfri sem draumkenndri en dóttir þeirra hjóna ásamt tveimur dætrum systkina hennar gengu á undan Ernu inn sem blómastelpur við undirspil lagsins „Somewhere over the rainbow“ sem dóttir þeirra söng.

Björn þeirra hjóna

„Ég kom síðan á eftir í fylgd föður míns og tók mamma mín svo við í miðju og leiddi mig restina til Bassa.“

Besta vinkonan gaf þau saman

Ein elsta og besta vinkona Ernu gaf þau svo saman við fallega athöfn.

„Við verðum svo gefin saman af presti hérna heima á Íslandi þar sem pappírsvinnan á Ítalíu er svo rosalega flókin. Planið var að vera búin að gera þetta löglega hjá presti hérna heima áður en við færum út en vegna tímaleysis þá varð það að bíða. Við erum samt agalega spennt fyrir því þar sem nokkrir nánir og mikilvægir aðilar komust ekki til Ítalíu og munu þeir því eiga þá stund með okkur í einni af fallegustu kirkjum Íslands.“

Hægt er að fylgjast með Ernu á Instagram undir notandanafninu: Ernuland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið
433
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur