fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Kristín skrifar opið bréf til læknis – „Þessi stelpa var ekki vel sett andlega, en þarna ýttir þú henni alveg yfir strikið“

Vynir.is
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var þegar þú ákvaðst að það væri rétt að hella þér yfir mig 17 ára gamla og segja mér að ég gæti allt eins drepið mig,“ skrifar Kristín í færslu sinni á vynir.com.

Færslan er opið bréf til læknis Kristínar þegar hún 17 ára gömul, læknis sem hún mun um ókomna tíð hugsa til, læknis sem sagði henni að hún gæti allt eins drepið sig.

Mig langaði til þess að skrifa þetta bréf þó aðallega til þess að létta af mér en mögulega hjálpa öðrum í svipuðum sporum andlega.

Ég vil segja þér frá því hversu mikið þér tókst að skemma fyrir mér unglingsárin og hvað þú munt halda áfram að skemma fyrir mér í framtíðinni. Mér mun seint koma til með að líða vel hjá læknum um ókomna tíð. Ég mun aldrei taka því vel ef einhver tekur um axlirnar mínar því þá birtist þú, ég heyri röddina þína og ég finn lyktina sem var alltaf á stofunni þinni þegar þú rændir mig sakleysi mínu og persónuleika. Það var þegar þú ákvaðst að það væri rétt að hella þér yfir mig 17 ára gamla og segja mér að ég gæti allt eins drepið mig.

17 ára stelpu sem var komin með nóg af lélegri framkomu og einelti frá því að hún mundi eftir sér en náði þó að brosa í gegnum það allt.

Þessi stelpa var ekki vel sett andlega en þarna ýttir þú henni alveg yfir strikið

Strikið sem hélt henni á milli heims og helju, strikið sem var oft svo þunnt að hún náði ekki að rökræða við sig hvort það væri þess virði að lifa. En hvað hefði gerst hefði stelpan ákveðið að fylgja ráðum þínum og farið heim og bundið enda á líf sitt? Sennilega hefði lítið gerst eins og mátti lesa úr bréfinu sem landlæknir sendi um að ekki væri hægt að kæra framkomu þína. En fyrir fjölskyldu hennar og vini hefði það verið þyngra en nokkurt annað.

Hún átti erfið ár eftir þetta og átti erfitt með að halda sér á floti því henni fannst hún stanslaust vera að drukkna. Hún tók reiði sína út á vinum og fjölskyldu af því að aðrir vildu ekki hlusta á hana, þar á meðal kerfið. Þarna byrjaði hún að finna fyrir sjálfsvígshugsunum sem að voru að gera út af við hana. Hún mun eiga erfitt með að treysta fólki í framtíðinni út af því sem að þú gerðir, hún mun ekki geta lifað eðlilegu lífi vegna þess.

Vegna þess að röddin þín mun alltaf óma í hausnum á henni, spyrjandi hana hversvegna hún láti ekki verða að því.

Svo til þín læknir

Það er henni erfiðara en tárum taki að nafngreina þig ekki, vegna þess að þó að þú hafir alla heimsins pappíra til þess að sýna þína menntun þá munt þú aldrei geta áunnið þér þann rétt á að geta horft í augun á fólki og sagst vera góður í þínu starfi.

En það er eitt sem þú getur verið fullviss um og það er að þér tókst ekki að brjóta hana í gegn. Hún er ennþá lifandi og mun halda áfram að vinna að sínum bata af þessari hræðilegu reynslu sem þú settir hana í.

Og það er svo sannarlega ekki þér að þakka að hún andar í dag.

Færslan er skrifuð af Kristínu og birtist hún upphaflega á vynir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum