fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Original kjúklingalæri í ofni – Fljótlegt og ofboðslega gott

Fagurkerar
Mánudaginn 23. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er mjög hrifin af fljótlegri matargerð sem lætur matinn bragðast eins og maður hafi verið hálfan daginn að brasa yfir pottunum. Ég hika ekki við að nýta mér krydd og aðferðir sem einfalda eldamennskuna til muna. Þessi krydd frá McCormick í línunni Bag’N season eru algjör snilld og þá sérstaklega original chicken pokinn frá þeim.

Uppskriftin er einföld ef uppskrift má kalla

1 pakki úrbeinuð kjúklingalæri (það má einnig nota hvaða bita sem er, með beinum eða beinlausa eftir smekk)
1 poki Bag’N Season poki
1 dl hveiti
1/2 dl Mjólk

Aðferð :

Opna lærapakkann og helli mjólkinni yfir lærin þannig að hún dreifist yfir öll lærin. Þetta gerir það að verkum að kryddið festist vel á bitunum.
Opna pokann sem fylgir með og helli kryddblöndunni úr pokanum ofan í ásamt 1 dl af hveiti. Hristi pokann þannig að allt blandist saman áður en lærin fara út í.
Skelli lærunum út í og þá er bara að velta bitunum vel og lengi inn í pokanum þar til allt er orðið vel húðað.

Ég raða bitunum á bökunarplötu með bökunarpappír á – Mér persónulega finnast bitarnir festast síður við ef ég nota bökunarpappírinn í stað álpappírs.
Yfir bitana set ég smá ólífuolíu áður en ég set plötuna inn í ofn á 200 gráðum í sirka 45 mínútur.
Mikilvægt að vera viss um að allt kjúklingakjöt sé fulleldað fyrir neyslu.

Þegar kjúklingurinn er kominn inn þá fer ég að útbúa meðlætið.
Sætar kartöflur passa mjög vel með þessum rétti og ég skar að þessu sinni kartöfluna niður í bita og nota sömu kryddblöndu og ég nota þegar ég geri sætkartöflufranskarnar mínar, sjá hér.

Sætu kartöflurnar fara inn í sirka hálftíma og stilli þá ofninn á blástur á meðan þannig að bæði kjúklingurinn og kartöflurnar fái nægan hita.

Ég gerði einnig æðisleg hrísgrjón með þessum rétti sem passa vel með. Ég set paprikukrydd út í vatnið og sýð grjónin upp úr smjöri og kryddinu, það gefur bæði gott bragð og fallegan lit.

Eftir um 45 mínútur er kjúklingurinn tilbúinn, sætu kartöflunar gullinbrúnar og grjónin tilbúin.

Mér finnst passa vel að vera með tilbúna gráðaostasósu með þessu sem ég kaupi frá Krónunni.

Verði ykkur að góðu.

Færslan er skrifuð af Hönnu Þóru og birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Hægt er að fylgjast með Hönnu á Snapchat undir notandanafninu: hannzythora

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.