fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Aníta Rún á að eiga eftir 5 vikur – Lýsir yfir stuðningi við ljósmæður: „Án þeirra væri bróðir þinn ekki á lífi“

Lady.is
Mánudaginn 2. júlí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er komin 32 vikur á leið, nú fer heldur betur að koma að þessu elskan mín, ekki nema 5-6 vikur eftir!

Ó hvað ég er spennt að fá þig í hendurnar, kyssa bollu kinnarnar þínar og tásur!
Halda í litlu puttana þína og horfa djúpt í fallegu augun þín og segja „Hæ, ég er mamma þín.“

En elsku stelpan mín, ég veit ekki hver mun taka á móti þér.

Þannig er nú mál með vexti elsku dúllan mín að ljósmæður eru að fara í verkfall því þær eru á svo lágum launum. – Já ég veit, það er skelfilegt!
Öll þjónusta er orðin takmörkuð og ástandið lýtur alls ekki vel út, þú verður að fyrirgefa að ég treysti mér ekki að taka sjálf á móti þér, sérstaklega þar sem fæðingin með bróðir þinn gekk ekki nógu vel.

Pabbi þinn er nú orðinn ansi sjóaður í þessu öllu saman, en hvað ef eitthvað kemur upp á? Hvað ef þú lendir líka í axlarklemmu í fæðingu eins og bróðir þinn?
Hvað ef útvíkkun stoppar eins og síðast? Hvað ef það þarf að sprengja belginn eins og bæði hin skiptin?
…Ég veit ekki hvað við gerum þá, ætli við getum ekki google-að það.

Mitt starf sem móðir er og verður alltaf númer eitt, tvö og þrjú að passa upp á börnin mín, en þetta er því miður ekki í mínum höndum.

Ég vildi óska að það væri eitthvað sem ég gæti sagt eða gert til að taka áhyggjurnar í burtu, en þangað til að ríkið semji við ljósmæður og bjóði þeim ásættanleg laun er ekkert sem ég get gert.

Veistu ljósið mitt, að ljósmæður er fallegasta starf í heimi. Ljósmóðir er líka fallegasta Íslenska orðið. Ljósmóðir er sennilega mikilvægasta starf sem til er.
Þær sjá um að fæðingar gangi vel, sjá um að meðgangan gangi vel og þær sjá líka til þess að fyrstu dagarnir heima gangi vel. Þær eru með gull hjarta!
Án þeirra væri bróðir þinn ekki á lífi, svo mikið er víst…

Við höldum bara áfram að bíða og vona það besta elsku hjartað mitt.

Áfram ljósmæður! Ekki gefast upp!
Þið fáið fullan stuðning frá okkur mæðgum!

Færlsan er skrifuð af Anítu Rún og birtist upphaflega á Lady.is 
Hægt er að fylgjast með Anítu á Snapchat: anitarung
Instagram: anitarg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks