fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Saga Dröfn til barnanna sinna: „Ég mun ráðleggja ykkur en leyfi ykkur líka að læra af mistökunum ykkar“

Mæður.com
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Elsku börnin mín.

Ég vissi frá upphafi að ég myndi elska ykkur en vá, aldrei í lífinu hefði mér nokkurn tíman dottið til hugar að svona sterk ást væri til,“ skrifar Saga Dröfn Haraldsdóttir í færslu sinni á maedur.com.

Frá deginum sem ég varð mamma ykkar gaf ég ykkur loforð sem ég mun alltaf standa við.

Ég lofaði ykkur að ég myndi alltaf elska ykkur og láta ykkur vita af því á hverjum degi, ég lofa að leyfa ykkur aldrei að gleyma því hversu mikið þið eruð elskuð.

Ég lofaði ykkur því að ég mun leiðbeina ykkur, hjálpa ykkur að læra á heiminn en ekki stjórna ykkur. Ég lofa að ég mun ráðleggja ykkur en leyfa ykkur líka læra af mistökunum ykkar.

Ég lofaði því að þið mynduð alltaf vera í fyrsta sæti og að ég myndi alltaf setja hagsmuni ykkar ofar mínum.

Ég lofaði að ég myndi hvetja ykkur að sækja draumana ykkar og leyfa ímyndunaraflinu ykkar að njóta sín.

Ég lofaði að ég myndi vaða eld og brennistein fyrir ykkur.

Ég lofaði að ég myndi gefa ykkur alla mína ást og umhyggju, hugga ykkur í sorg og brosa með ykkur í gleði.

Ég lofaði ykkur að ég mun kenna ykkur hvers mikils virði þið eruð, því þið eruð einstök, enginn í heiminum er eins og þið.

Ég lofa að ég mun standa við öll þessi lofofð og svo mikið fleiri.

Ég lofa að ég mun gera mitt allta besta til að undirbúa ykkur fyrir heiminn.

Elsku börnin mín,

Mamma elskar ykkur

Færslan birtist upphaflega á Mæður.com

Hægt er að fylgjast með Sögu á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: sagaharalds

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 11 klukkutímum

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“