fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024

„Costco barnið“ fætt: Lét bíða eftir sér og mætti á sjómannadaginn

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 9. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta hófst allt með einu poti, eða réttar sagt Facebook-poti. Um ári síðar fæddist íðilfögur stúlka og tveir urðu að sex í kjölfarið. Þau Þórey Sigurjónsdóttir og Ómar Örn Magnússon hafa verið kölluð „Costco-parið“ af vinum, ættingjum og víða hefur það verið uppspretta margra brandara hjá nánum hópi parsins.

Saga þeirra skötuhjúa hófst í fyrrasumar en segja sögur að Þórey hafi verið tilbúin til að gefast upp á ástinni fyrir fullt og allt. Hún var búin að vera einstæð á fimmta ár þegar ástin „potaði“ að dyrum, skömmu eftir að hún skildi eftir líflega athugasemd í Facebook-grúppunni Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð.

Ómar Örn, sem var einnig meðlimur hópsins, sá athugasemd Þóreyjar og stóðst ekki mátið að senda henni skilaboð með tilheyrandi „Facebook-poti“ og boði á stefnumót, stefnumót sem Þórey ætlaði alls ekki að þiggja í fyrstu.

Þórey reyndi að sannfæra sig um að sleppa stefnumótinu og vildi ómögulega eyða tíma sínum með enn einni tilrauninni til þess að finna hinn rétta. Hún lét þó tilleiðast að lokum og sér ekki eftir því í dag. Fyrsta stefnumót gekk vonum framar  og stóðust þau ómögulega sjarma hvort annars.

Á þeim tíma átti Þórey tvö börn en Ómar þrjú sjálfur. Í kjölfar nokkurra rómantískra stefnumóta var ljóst í hvað stefndi og í sumarlok voru þau búin að sameina hópinn í eina stóra fjölskyldu. Samlífi þeirra Ómars og Þóreyjar bar fljótlega ávöxt og var mikil gleði þegar þau deildu tilkynningu um nýjan erfingja með ættingjum og vinum.

Segja má að aðstandendur parsins hafi ærst úr gleði þegar í ljós kom að barnið var sett á sama dag og verslunin fagnaði eins árs opnunarafmæli, þann 23. maí 2018. Því benti allt til þess að krílið yrði Costco-barn í orðsins fyllstu merkingu. Tengingin við stórverslunina hélt lífi þegar vinkonur Þóreyj­ar héldu fyr­ir hana barna­boð eða „ba­by s­hower“, en þar léku vörur og matvæli frá Costco stórt hlutverk.

Örlagadísirnar voru þó með aðrar áætlanir. Stúlkan lét bíða eftir sér og spennan hjá stóru fjölskyldunni magnaðist með hverjum deginum, ekki ósvipuð þeirri eftirvæntingu sem lagðist yfir landann þegar styttast fór í sjálfa Costco-opnunina ári fyrr.

Tvær vikur liðu hjá og að lokum kom falleg og heilbrigð stúlka í heiminn á sjómannadeginum. Það þótti nýbökuðum föður stúlkunnar skemmtileg tilviljun í ljósi þess að hann starfaði sjálfur í áraraðir sem sjómaður.

„Tilfinningin er náttúrlega meiriháttar,“ segir Ómar Örn í símanum nokkrum dögum eftir að dóttir hans kom í heiminn.
„Hún er heilsuhraust og allt gengur eins og í sögu. Við höfum öll náð að hvílast vel og njóta þessara dýrmætu stunda,“ segir Ómar sem var nývaknaður þegar DV hafði samband. Að hans sögn eru fjölskyldumeðlimir himinlifandi með nýju viðbótina í hópinn.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið