fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Mikilvægasta lexía sem Katrín hefur lært er að vera skítsama um hvað öðrum finnst

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 6. júní 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Bjarkadóttir bjóst aldrei við því að vera einhleyp, tveggja barna móðir, með óklárað háskólanám og að reyna að byrja upp á nýtt í lífinu rétt fyrir þrítugt.

„Ég verð þrjátíu ára á þessu ári og persónulega finnst mér það stór hjalli til þess að fara yfir. Væntanlega er það vegna þess að ég hélt að ég yrði stödd á einhverjum öðrum stað í lífinu heldur en ég er á einmitt núna. Ég var viss um að ég yrði búin að finna sjálfa mig, komin með vinnu sem ég elskaði, gift draumaprinsinum og að saman ættum við hús á spáni,“ segir Katrín í einlægri færslu sinni á lífstílssíðunni Belle.

Mikilvægasta lexían að vera skítsama hvað öðrum finnst

Katrín segist ekki hræðast það að eldast heldur þvert á móti telur hún það vera forréttindi.

„Sjálfsvorkunn og væl er eitthvað sem ég fyrirlít og hef ég tileinkað mér jákvæða hugsun í daglegu lífi. Ég hef lifað í 29 ár og lært margt á þessum tíma. Lent í hóflegum skammti af áföllum eins og svo margir aðrir og þurft að kljást við verkefni sem mér hefur þótt óyfirstíganleg. Það er ein lexía sem stendur upp úr en hana lærði ég ekki fyrr en ég var orðinn 29 ára gömul. Eftir að ég tileinkaði mér hana hef ég fundið fyrir frelsi sem ég hafði ekki upplifað áður. Lexían er sú að vera skítsama hvað öðrum finnst um mig og það sem ég geri.“

Katrín segist hafa áttað sig á því dag einn að hún geti ekki þóknast öllum og að sumu fólki eigi ekki eftir að líka við það sem hún geri.

Ómögulegt að þóknast öllum

„Það er allt í lagi. Ekki misskilja mig, ég er ekki að tala um að ég ætli alltaf að haga mér eins og fífl, segja það sem mér sýnist og vera hrokafull í garð annarra, alls ekki. Ég er mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem ég pósta hinu og þessu úr mínu daglega lífi. Ég er með kaldhæðin húmor, er langt frá því að vera fullkomin móðir og elska allt sem tengist útliti. Það er ég og ég má vera sú sem ég er. Sumir fíla húmorinn minn aðrir ekki. Sumir halda að ég sé með lágt sjálfsálit vegna þess að ég elska gerviaugnhár, förðunarvörur og brúnkukrem, en þeir sem þekkja mig vita að sú er ekki raunin. Svo eru enn aðrir sem hneykslast á því hverskonar móðir ég er.“

Katrín hvetur fólk til þess að hætta að spá í því hvað öðru fólki finnst um það.

„Hættið að reyna að þóknast öllum í kringum ykkur, hættið að bera ykkur saman við aðra og ekki rakka niður annað fólk. Um leið og þú ferð að vera örugg/ur í þínu eigin skinni þá loksins geturðu byrjað að lifa. Þú getur samgleðst fólkinu í kringum þig sem er að ná árangri, hrósað vinkonu þinni sem lítur vel út þann daginn og peppað vinnufélaga í að stíga út fyrir þægindarammann.“

Katrín segir að það muni alltaf vera eitthvað fólk sem mun tala niður til annarra og reyna að láta fólk efast um eigið sjálf.

„En svo eru það allir hinir sem eiga eftir að elska ykkur nákvæmlega eins og þið eruð. Húmorinn ykkar og styrkleikann sem þið hafið að geyma innra með ykkur. Með því að vera þið sjálf laðið þið að ykkur rétta fólkið, ég get lofað ykkur því. Hinir skipta ekki máli.“

Hægt er að fylgjast með Katrínu á Instagram undir notandanafninu: katrin.bjarkadottir
Og Snapchat undir notandanafninu: katrinbjarka

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.