fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Fær flengingu að launum fyrir þjónustu sína

Ragnheiður Eiríksdóttir
Miðvikudaginn 6. júní 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ragga mín, langar þig ekki að koma með í heimsókn til þrælsins míns?“ skrifaði Ingibjörg, vinkona mín, til mín á Messenger einn sæmilegan veðurdag í vetur. „Uuu, hvert verður mitt hlutverk?“ spurði ég á móti – minnug frásagna hennar um flengingar, nakinn skríðandi mann og himinháa hæla. Ingibjörg var að sjálfsögðu með hlutverkaskipan á hreinu. Hann yrði í sínu vanalega hlutverki sem auðmjúki þjónninn, hún Drottningin sem öllu ræður (með stórum staf) og ég yrði gestkomandi hefðardama. Í daglegu lífi eru þau ekki par, og þau stunda ekki hefðbundið kynlíf saman. Hún er á miðjum fimmtugsaldri og hann um tíu árum eldri. Bæði í góðu starfi og falla ósköp vel inn í borgaralega hversdaginn. Ég hugsaði mig um í þrjár og hálfa sekúndu og þekktist svo boðið. Nánari leiðbeiningar fékk ég samdægurs. Klæðnaður skyldi vera þokkafullur en þó ekki um of, þjónninn átti að hlýða óskum mínum ef einhverjar væru en mátti ekki yrða á mig án leyfis Drottningarinnar.

Hælar og há póstnúmer

Ingibjörg sótti mig á umhverfisvæna skvísubílnum sínum. Klædd í síða loðkápu yfir sokkabönd, netsokka, korsett og flugfreyjuhæla. Hún fletti kápunni frá þegar ég smeygði mér inn í bílinn og sagði glottandi að líklega mundi duga honum að fá að sjá hana í múnderingunni. „Hann á nú samt meira skilið,“ bætti hún við. „Þessi elska þreif bílinn minn í síðustu viku og kom tvisvar með sérpressaðan safa til mín í vinnuna. Honum er svo annt um heilsu mína.“ Á leiðinni ræddum við um það sem var í vændum. Hún lagði áherslu á að ég myndi fylgja flæðinu og njóta þjónustunnar. Þjónninn hafði fengið nákvæm fyrirmæli um hvernig hann skyldi taka á móti okkur og hvað hann skyldi bjóða upp á í veislunni fyrir hina tignu gesti.

Við renndum upp að húsinu í úthverfinu með háa póstnúmerinu og Ingibjörg malaði af ánægju þegar hún sá að þjónninn hafði mokað vel og vandlega leiðina frá bílastæðinu að dyrunum. Við gengum rakleiðis inn, enda höfðu fyrirmæli falið í sér ólæstar dyr. Þjónninn kraup í forstofunni í hvítri svuntu einni fata, laut höfði og hélt á silfurbakka með tveimur uppáhelltum kampavínsglösum. Ingibjörg gaf frá sér ánægjuandvarp, rétti mér annað glasið og sagði: „Sko, hvað hann er duglegur. Akkúrat svona vil ég að móttökurnar séu. Nú mætti hann standa upp og taka kápurnar okkar. Þjónninn lét ekki segja sér það tvisvar og ég elti svo Drottninguna inn í stofu þar sem lagt hafði verið á borð. Lekkerir ostar, jarðarber og ýmsar kræsingar biðu okkar á fallegum postulínsdiskum. Freyðivínflaska í kælifötu, fersk blóm í vasa og djasstónlist ómaði.

Veitingar og skríðandi maður

Við fengum okkur sæti og byrjuðum að spjalla eins og fínar dömur á milli þess sem við stungum einu og einu jarðarberi upp í okkur. Á meðan kraup þjónninn við fætur Drottningarinnar. Hún spurði hvort mér þætti hann ekki hlýðinn. Ég játaði. Hún sagði að hann gæti verið ennþá duglegri og skipaði honum að skríða inn í herbergi og sækja fyrir sig skó.

Þjónninn kom gangandi til baka með skóna í fanginu. Himinháir svartir með stálbotni og hælum. Ingibjörg horfði ströng á hann og spurði hvort hann hefði fengið leyfi til að ganga. Orðin virkuðu á hann eins og svipuhögg og hann lyppaðist niður á hnén fyrir framan Drottninguna. „Nú máttu klæða mig í skóna, en þú skalt ekki halda að þú komist upp með svona óhlýðni. Ég þarf að kenna þér betur að hlýða, það er á hreinu,“ nánast hvæsti hún.

Ef hann fyllti ekki nógu hratt á glösin okkar fékk hann skammir. Stundum lét hún hann skríða út í horn og bíða þar. Stundum spurði hún mig spurninga um hann, hvort mér þætti hann nógu hlýðinn, eða hvort ég hefði tekið eftir því að hann væri stinnur undir svuntunni – við töluðum um hann en ekki við hann. Svona gekk þetta í rúma klukkustund, en þá var komið að hápunkti kvöldsins – sjálfri flengingunni.

Takk Ingvar Kamprad

Ingibjörg skipaði þjóninum að sækja spaðann og útskýrði fyrir mér að það væri uppáhaldsgræjan hans fyrir flengingu. Spaðinn reyndist venjulegur tréspaði úr eldhúsdeild Ikea. Hún sótti púða undir hné þjónsins og lét hann krjúpa fyrir framan sig. „Hann fær nú ekki alltaf púða – en ég er í góðu skapi í kvöld og hann er nú búinn að vera voða duglegur.“ Svo lét hún hann halla sér með handleggina fram á gólfið og steig yfir úlniðina á honum þannig að hinir voldugu skór héldu honum föstum. Bamm – fyrsta högg á rassinn. Þjónninn kipptist við og hún hélt áfram. Höggin urðu ansi mörg, og blíðlegar strokur inni á milli. Stundum bað hún mig að koma og meta hvort rasskinnarnar væru orðnar jafnrauðar. Þessi hluti kvöldsins tók um fimmtán mínútur.

 

Eftir á leiddi hún hann í sófa, breiddi yfir hann teppi og sótti vatnsglas handa honum. Hann var greinilega í sæluvímu. Nú voru hlutverkin lögð til hliðar. Ingibjörg settist hjá húsráðanda í sófann og hélt utan um hann, strauk hár hans blíðlega. Þarna gafst okkur færi á að spjalla um leikinn. „Fyrir mig er þetta ólýsanleg nautn,“ sagði húsráðandi. „Ég veit ekki hvernig þetta varð svona mikilvægt hjá mér. Kannski liggur rótin í því að mamma flengdi mig sem barn. En þörfin hefur ágerst með árunum.“

Þau Ingibjörg stunda ekki kynlíf saman og hafa aldrei gert. Hann fær að þjóna henni með ýmsum viðvikum í daglega lífinu, og að launum fær hann stundir eins og þá sem lýst er hér að framan með Drottningunni sinni.

Hvað hann gerir þegar Ingibjörg kveður hefur hún ekki hugmynd um og kærir sig í raun ekkert um að vita.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.