fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Fía ætlar ekki að hafa næsta barn á brjósti: „Þú tengist barninu alveg jafn mikið hvort sem það er á brjósti eða pela“

Mæður.com
Þriðjudaginn 5. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ætla að byrja á því að segja að ég er ekki ólétt og stefni ekki á það neitt á næstunni. Dóttir mín Adríana var á brjósti. Hún var á brjósti í sirka 3 mánuði og á pela á móti. Hún fékk fyrsta pelann upp á spítala aðeins sólarhringsgömul.

Ég vissi strax þegar eg varð ólétt að hún yrði ekki lengi á brjósti. Af hverju? Því ég fylltist af kvíða við tilhugsunina en ekki útaf ég var hrædd við sársauka, að fá sár á geirvörturnar eða að fólk myndi sjá mig.

Fann fyrir miklum þrýstingi

Mér fannst óþægilegt að vera föst og fylltist ég af miklum kvíða við það aðallega, það er eitthvað meira en ég veit ekki nákvæmlega hvað það er, held að það sé bara eitthvað við tilfinninguna.

Ég fann fyrir þrýsting frá mörgum í kringum mig.

„Brjóstamjólkin er lang best, algjör vitleysa að hafa barn ekki á brjósti“

„Af hverjugefurðu barninu pela þegar þú mjólkar vel“

„Það sparar helling að vera með barnið á brjósti“

Ég ákvað að harka af mér þangað til Adríana fengi 3 mánaða sprautuna.

Já mér fannst þetta þægilegt flestar nætur.

Kaus að hætta að mjólka sig

Ég sé eftir því að hafa ekki hætt með hana fyrr á brjósti, þú tengist barninu alveg jafn mikið hvort sem það er á brjósti eða pela. Ég hefði getað mjólkað nóg ef ég hefði ekki byrjað að minnka brjóstagjafirnar meira og meira.

Þegar Adríana var búin að fá 3 mánaða sprautuna þá hætti ég með gjafir a daginn en hélt áfram a næturnar, ég þurfti sjálf að venjast því að standa upp dauðþreytt með grátandi barn og hita pela.

Adríana vaknaði, ég lá á hlið setti hana á brjóstið og hún drakk, sofnaði við að drekka og vaknaði svo eftir hálftíma til þess að fá meira.

Þegar ég stóð strax upp að gefa henni pela þá drakk hún hann og svaf svo restina af nóttinni.

Fannst hún vera föst

Mér fannst ég vera svo föst að vera með hana á brjósti, fann mjög skrítna tilfinningu sem ég næ ekki að útskýra í orðum.

Til að orða þetta einhvernvegin þá var þetta kvíði. Bara kvíði yfir því að vera með barnið á brjósti.

Þegar ég hætti alveg með hana á brjósti leið bæði mér og dóttur minni betur.

Ef mömmunni líður ekki vel þá líður barninu ekki vel.

Þurrmjólk er alveg jafngóð og brjóstamjólk.

Þurrmjólk er með alla þá næringu sem barnið þarf.

Adríana var stutt á brjósti og fékk þurrmjólk oftar en brjóstamjólkina.

Hún er fullkomlega heilbrigð í dag, orkumikil, hress og kát.

Næsta barnið mitt verður ekki á brjósti. Ég trúi því að það verður betra þannig fyrir andlegu heilsuna mína sem fer svo yfir í barnið.

Hægt er að fylgjast með Fíu á Snapchat undir notandanafninu: fialitlax98
Og á Instagram undir notandanafninu: fiulius98 

Færslan birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði