fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Valkyrja Sandra varð fyrir hefndarklámi: „Hann er að dreifa myndum af þér Sandra!“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 4. júní 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Valkyrja Sandra var nýbúin að komast að því að hún gengi með barn fékk hún þær erfiðu fréttir að maður sem hún treysti fyrir fáklæddum myndum af sér væri að dreifa þeim á netinu.

„Það er ekki samfélagslega samþykkt að taka af sér myndum léttklæddum, jafnvel nöktum. Hvað þá að senda þær á einhvern. En verum raunsæ, það gera þetta mjög margir,“ segir Valkyrja í einlægri færslu á bloggsíðu sinni.

Rænd öllu valdi

„Ég skrifaði fyrir stuttu pistil um sjúka ást og fann fyrir þvílíkum létti að kasta þessu út í kosmósið. Núna langar mig að gera svipaðan hlut, nema nú um töluvert alvarlegri hlut. Hlut sem enginn hefur rétt á að gera þér. Ræna þig sjálfum öllu valdi.“

Valkyrja segir ekki í lagi að fólk sé dæmt í samfélaginu fyrir það að taka af sér og senda nektarmyndir.

„Þegar manneskja tekur meðvitaða ákvörðun um að taka svona mynd af sér og senda hana, þá er það að treysta manneskjunni fyrir þessu. Viðkomandi sem fær myndina hefur engan rétt á að sýna neinum hana, aldrei. Það er ólöglegt, en lögin ná bara ekki lengra en það að svona málum er kastað upp í hillu og þau fyrnast.“

Með einbeittan brotavilja

Í febrúar árið 2017 var Valkyrja nýbúin að komast að því að hún var ólétt af yngri syni sínum.

„Ég var að drepast úr morgunógleði og reyndi að sofa af mér alla morgna. Um hádegi er dinglað og inn gengur vinkona mín öskrandi: Hann er að dreifa myndum af þér Sandra!“

Valkyrja segir hugann strax hafa farið á fullt um það hvernig hún gæti afsakað sig.

„Ég ældi næstum hjartanu. Ég á börn, hvað á ég að segja við mömmu og pabba, en bræður mína og systur. Hann er búinn að eyðileggja mig. Ég er ekkert. Aumingja maðurinn minn, hvað nú?“

Þennan sama dag gekk Valkyrja inn á lögreglustöðina á Akureyri og kærði þann sem dreifði myndunum af henni.

„Hann dreifði af mér myndum og hótaði að gera það aftur. Þetta er allt saman svart á hvítu og brotaviljinn er einbeittur. Mér var skipaður réttargæslumaður, frábær kona sem vill fara með þetta mal alla leið. En það er stopp. Þetta er ekki forgangsmál.“

Ekki að spyrja að leiksklokum fyrir þá sem ekki eru nægilega sterkir

Valkyrja spyr sig hvernig það megi vera að jafn alvarlegt mál og þetta skuli ekki fá forgang.

„Hvernig er það ekki forgangsatriði að stöðva manneskju sem er með allskonar myndir af þér og hikar ekki við að sýna þær og senda? Ef ég hefði ekki haft manninn minn, vinkonur mínar og vini til þess að stappa í mig stálinu, kennt mér að elska mig og vera stolt þá væri ég ekki hér. Þá hefði þessi maður rænt lífi mínu. Hann væri með mig í heljargreipum og væri hlæjandi að því. En ég er sterk. Það er ekki að spyrja að leikslokum ef ekki væri fyrir það. Ég bogna kannski, en brotna aldrei.“

Valkyrja vill að þeir sem lendi í sömu aðstæðum og hún taki valdið sitt til baka.

„Ef það er einhver sem er að standa í þessu, líður illa og finnst einhver vera að halda sér í tilfinningalegu fangelsi taktu þá valdið þitt til baka, þú getur það, ég lofa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.