fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Aníta Rún má ekki ganga fulla meðgöngu vegna hættu á axlarklemmu í fæðingu

Lady.is
Fimmtudaginn 28. júní 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er svo ótrúlega mikið spurð af hverju ég verð sett af stað fyrir settan dag. Þannig er nú mál með vexti að Benjamín lenti í axlarklemmu.

Hvað er axlarklemma?
Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barnsins klemmist upp að lífbeini móðurinnar þegar höfuðið er fætt, barnið situr fast og kemst ekki í heiminn án aðstoðar.

Hvernig er axlarklemma hættuleg?
Afleiðingar axlarklemmu geta meðal annars verið viðbeinsbrot, köfnunardá (súrefnisskortur) og tímabundinn eða varanlegur taugaskaði hjá barninu. Í verstu tilfellum fara þessir þættir saman. Taugaskaðinn verður vegna þess að þegar togað er í höfuð barnsins til að koma því í heiminn þá togna eða trosna taugar sem liggja niður í handlegg barnsins eða þær jafnvel slitna með tilheyrandi lömun.

Baltasar var 17 merkur(4,2kg) og 54 cm þegar hann fæðist eftir 40 vikur og 3 daga.
Benjamín var 18 merkur (4,5kg) og 55 cm þegar hann fæðist eftir 40+1 dag.

Ég fæði semsagt frekar stór börn á settum tíma. Ég hef aldrei verið greind með meðgöngusykursýki sem gæti útskýrt stærð strákanna og er þessi meðganga ekkert öðruvísi.
Þar sem ég er bara 158,5 cm á hæð og er ég ekki stórvaxin, átti ég erfitt með að koma Benjamín í heiminn.

Það verður því passað vel upp á að stelpan sem ég geng með núna verði ekki yfir 4 kg.
Núna mun ég fara í vaxtarsónar við 37 viku til að athuga hversu stór hún er, og ef hún er yfir 4 kg þá verður hún tekin með keisara. Annars verð ég sett af stað við 38 viku.

Ég er ótrúlega hrifin af því hvað þessu er tekið alvarlega og passað vel upp á mig og stelpuna mína. Þykir ótrúlega vænt um það.

Ljósmóðir skaut að okkur eftir síðustu fæðingu að við ættum hreinilega ekki að eignast annað barn, en þegar ég sagði heimaljósunni minni það þá varð hún alveg brjáluð og sagði að svo væri ekki, heldur yrði ég bara undir auknu eftirliti.

Þegar við komumst að því að við værum aftur ófrísk ( sem var alls ekki planið ) þá var þetta það fyrsta sem við hjónin höfðum áhyggjur af og hefði ég mjög líklega ekki látið mig ganga í gegnum erfiða meðgöngu og mögulega lenda í því sama. Er ég því ótrúlega þakklát fyrir að hafa yndislega ljósmóður í eftirlitinu og er fæðingarlæknirinn algjör draumur.

Hef fulla trú á að næsta fæðing verði sú allra besta!

Færslan er skrifuð af Anítu Rún og birtist upphaflega á Lady.is
Hægt er að fylgjast með Anítu á Snapchat undir notandanafninu: anitarung
og Instagram: anitarg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“