fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Andri og Guðrún: „Við kvörtuðum aldrei þar sem barnið okkar var að berjast fyrir lífi sínu“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 25. júní 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí á þessu ári. Fæðingin gekk illa, Guðrún missti mikið af blóði og nýfæddur sonur þeirra varð fyrir alvarlegum súrefnisskorti. Andri þurfti að skilja Guðrúnu eina eftir á sjúkrahúsinu á Akureyri til þess að fljúga með strákinn þeirra suður og koma honum í hendur færustu lækna landsins í þeirri von um að koma í veg fyrir heilaskaða vegna súrefnisskortsins sem hann varð fyrir.

„Guðrún var mjög illa farin eftir að hafa misst mikið af blóði og því ekki í standi til þess að fljúga suður örfáum klukkustundum eftir þessi átök. Þær ljósmæður sem voru á vaktinni þessa nótt vildu að Guðrún myndi hvílast í smá tíma áður en hún ferðaðist suður og því var ákveðið að hún kæmi með sjúkraflugvél um hádegi,“ segir Andri Freyr.

Í samtali við Bleikt segir Andri að sonur þeirra sé orðin ótrúlega góður í dag, hann sé undir eftirliti hjá sjúkrahúsinu á Akureyri og að góðir tímar séu framundan.

Vegna þess hve vel hefur gengið undanfarið ákvað parið að deila reynslu sinni af slæmu viðmóti sem þau segjast hafa orðið fyrir af hálfu ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga á sængurlegudeild Landspítalans.

Andri með syni sínum

Guðrún féll þrisvar sinnum í yfirlið eftir fæðinguna

„Ég sé í raun ekki annað í stöðunni en að koma þessu frá mér. Nú höfum við loksins náð að slaka á og hugsa um strákinn okkar sem virðist vera hinn hressasti. Þegar barnið var komið í hendur færustu lækna landsins tók þriggja sólarhringa bið við þar sem strákurinn var settur í kælingu til að koma í veg fyrir heilaskaða. Þessir þrír dagar voru þeir erfiðustu sem við höfum gengið í gegnum. Fyrir það fyrsta vissum við ekki batahorfur hans og í raun ekkert sem læknar gátu sagt við okkur fyrr en eftir þessa þrjá sólarhringa. Á þessum þremur sólarhringum vorum við með herbergi niðri á sængurlegudeildinni, þar sem við gistum eða reyndum að ná einhverri hvíld sem virtist vera ómögulegt í þessum aðstæðum. Á þessum þremur sólarhringum mættum við ömurlegu viðhorfi starfsfólksins á þessari deild,“ segir Andri sem fyrst vakti athygli á málinu á samskiptamiðlum.

Andri segir enga ljósmóður hafa komið og skoðað Guðrúnu allan þann tíma sem þau lágu inni.

„Engin athugaði með legið hjá henni, engin athugaði með saumana hennar. Það var ekki einu sinni tekin blóðþrýstingur. Tala nú ekki um það að hún var mjög blóðlítið eftir þessi átök og hafði fallið þrisvar sinnum í yfirlið eftir fæðinguna. Aldrei kom neinn til þess að gefa henni járn og vítamín. Öllum var drullu saman því það var svo mikið að gera hjá þeim í orðasnakki.“

Sjúkrahúsið á Akureyri hafði meiri afskipti af þeim heldur en starfsfólk á vakt

Guðrún þurfti að ferðast með hjólastól á milli sængurlegudeildar og vökudeildar fyrstu dagana vegna svima, ógleði og vegna þess hversu illa farinn líkami hennar var eftir fæðinguna.

Guðrún með syni sínum

„Vökudeild er staðsett á 3 hæð en okkar hvíldarstaður á 2 hæð. Til þess að komast þarna á milli þarf að taka lyftu frá sængurlegudeildinni niður i kjallara og labba þaðan mjög langa leið til þess að fara í aðalbyggingu hússins og taka þar aðra lyftu upp á vökudeild. Ein ljósmóðir sýndi okkur styttri leið í gegnum spítalann því hún var nú í hjólastól og átti erfitt með að komast á milli. Þar löbbuðum við í gegnum fæðingadeildina og beint inn í lyftuna upp. Þegar við vorum búin að fara í nokkur skipti á milli beið okkar rosalega köld ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur. Hún húðskammaði okkur fyrir að dirfast til þess að nota þessa leið. Við áttum bara ekkert að vera labba þarna í gegn enda ekkert að okkur.“

Eftir tvo daga var hjólastóllinn tekin af Guðrúnu og þeim ennþá bannað að nota styttri leiðina. Sjúkrahúsið á Akureyri hélt góðu sambandi við parið og nefnir Andri það að þessa þrjá daga sem þau dvöldu á sængurlegudeildinni hafi starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri haft meiri afskipti af þeim og vitað meira um ástandið á þeim heldur en hjúkrunarfræðingarnir á deildinni þar sem þau dvöldu.

„Þó þær væru í næsta herbergi en sjúkrahúsið á Akureyri tæpum 390 km í burtu.“

Útskrifuð vegna plássleysis og neitað um þjónustu

Samkvæmt Andra kom hjúkrunarfræðingur til parsins á þriðja degi eftir innlögn og tilkynnti parinu að útskrifa ætti Guðrúnu þar sem ekki væri pláss fyrir hana lengur.

„Þrátt fyrir að hún ætti í raun rétt á að liggja þarna í fimm daga. Voru sjúkraíbúðir sem sjúkrahúsið á lausar? Nei,nei. Við þurftum að finna okkur dvalarstað sjálf. Við fengum að gista eina nótt í viðbót útaf aðstæðum en vorum þá færð í annað herbergi. Þegar þangað var komið hringdum við bjöllunni til þess að fá aðstoð. Guðrúnu vantaði brjóstapumpu til þess að koma brjóstamjólk til sonar okkar sem lá á hæðinni fyrir ofan. Sú hjúkka byrjaði á því að spurja hver ætti að vera að sjá um okkur, sem við sjálf höfðum auðvitað ekki hugmynd um, enda ekki starfsmenn á þessari deild. Þar næst sagðist hún ætla athuga málið en kom svo aldrei aftur. Við hringdum bjöllunni aftur 45 mínútum síðar. Þá kom ljósmóðir inn og tilkynnti okkur það að við mættum ekki hringja bjöllunni. Við værum útskrifuð af deildinni og ekki lengur i þeirra þjónustu.“

Fjölskyldan saman

Andri segir að sem betur fer eigi þau ættingja í Reykjavík sem þau gátu fengið að gista hjá eftir þessa nótt en að þarna hafi móðir Guðrúnar, Ásrún verið búin að fá nóg af framkomu starfsfólksins við parið. Bað hún um upplýsingar um útskriftarpappíra og einnig spurði hún um framkomu starfsfólksins í garð Andra og Guðrúnar.

Eina sem komst að var barnið sem var að berjast fyrir lífinu

„Þá var henni tilkynnt að þær hefðu svo litlar upplýsingar frá sjúkrahúsinu á Akureyri. Ásrún afhenti þeim samt sem áður fæðingaskýrsluna þegar þær komu á spítalann. Fyrir utan það að þær hefðu átt að útvega sér þá sjálfar upplýsingar að norðan í stað þess að nota þetta sem einhverskonar afsökun. Við sjálf kvörtuðum aldrei enda höfðum við nóg að gera og hugsa um uppi á vökudeild þar sem barnið okkar var að berjast fyrir lífi sínu og það var það eina sem að komst að í okkar huga og skipti okkur máli. Þær ástæður sem okkur eru gefnar fyrir því að engin talaði við okkur eru þær að það var mikið að gera. Samt sem áður var staðan undantekningalaust þannig að þegar við löbbuðum eftir ganginum þá sátu 6-8 starfsmenn með kaffibollana að spjalla saman inná þeirra kaffistofu.“

Andri segist vel gera sér grein fyrir því að starfsmenn Landspítalans sé undir miklu álagi og tekur hann skýrt fram að vökudeildin sé það besta sem sjúkrahús Íslands bjóða uppá.

Loksins gengur vel hjá fjölskyldunni

„Þetta eru allt englar sem komu í veg fyrir það að barnið okkar yrði fyrir skaða á viðkvæmum tíma. Allt okkar þakklæti fer til þeirra og starfa þeirra fyrir öll börnin sem fæðast við einhverja erfiðleika. Fólkið sem tók á móti barninu eða var hluti af þessu neyðarteymi sem kallað var út í fæðingunni á Akureyri gerði allt fyrir okkur. Það vissi hvað við vorum að ganga í gegnum og gerðu allt til þess að okkur liði sem best í aðstæðum sem enginn á að þurfa að lenda í. Og fyrir það þökkum við þeim svo kærlega fyrir. Það voru þau sem að sýndu okkur hlýju og samhug þegar að við þurftum það sem mest. Við viljum líka taka það fram að við gerum okkur að sjálfsögðu grein fyrir því að starfsmenn Landspítalans eru undir miklu álagi, þar sennilega helst ljósmæður og hjúkkur á sængurlegudeild, en þegar að fólk í afar viðkvæmu ásigkomulagi eftir mikið áfall, þá er framkoma í garð þessa fólks gríðarlega mikilvæg og þetta vita starfsmenn sem hafa menntað sig sérstaklega í þessum geira.“

Það sem Andra og Guðrúnu finnst sorglegast er að eftir að þau komu heim hafa þau heyrt margar mjög svipaðar sögur og upplifanir frá sængurlegudeildinni.

„Svo að þetta er alls ekki einsdæmi.“

Í samtali við blaðamann segir Andri að eftir að hann vakti máls á stöðunni á samfélagsmiðlum hafi yfirmaður deildarinnar sem þau dvöldu á hringt í sig og beðist afsökunnar á hegðun starfsmanna sinna. Ekki var um formlega afsökunarbeiðni að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“