fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Móðir Jóhönnu er norn: „Mamma fór með mig til miðils sem lét loka á þessar óvelkomnu heimsóknir“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 22. júní 2018 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mamma hefur alltaf verið svokallaður sjáandi. Það hef ég vitað alla mína ævi, því þegar ég var barn lék ég mér við börn, ketti og hunda sem enginn sá og í þokkabót var ég og er með mikið ofnæmi fyrir köttum og hundum en aldrei fékk ég ofnæmiseinkenni eftir að hafa leikið mér við dýrin sem enginn sá. En sú eina sem trúði því að það væru aðrar verur inni í herberginu mínu var mamma mín.“

Á þessum orðum hefst einlæg færsla Jóhönnu Maríu Þorvaldsdóttur á síðunni Amare.

Þurfti að láta loka fyrir óvelkomnar heimsóknir

Jóhanna sem barn

Móðir Jóhönnu, Guðrún Kristín, starfar í dag sem miðill og heilari og gekk hún því í fótspor langömmu Jóhönnu.

„Þegar leið á unglingsárin fóru þessar sýnir að há mér svo mikið að ég átti erfitt með svefn. Mamma fór þá með mig til miðils sem lét loka á þessar óvelkomnu heimsóknir. Fljótlega eftir að þetta skeður fer mamma að vinna markvisst að því að rækta sína hæfileika sem miðill og heilari í Kærleikssetrinu í Mosfellsbæ undir handleiðslu fagaðila.“

Jóhanna segir að það tímabil í lífi þeirra mæðgna hafi ekki verið neitt grín.

„Maður þarf að læra að hafa stjórn á eigin hæfileikum og líkama. Einu sinni kom ég að mömmu þar sem að greinilega einhver annar hafði yfirtekið líkama hennar og hún talaði tungum, tungumál sem ég skildi ekki og með öðrum raddblæ, andlitsfall hennar var gjörbreytt og hún nánast froðufelldi þegar verst lét.“

Leggur ekki álög á hvern sem er

Jóhanna lýsir móður sinni sem afskaplega ljúfri og yndislegri konu.

„Hún er ekki norn í þeim skilningi að hún leggi einhverskonar álög á hvern sem er. Hún er vissulega svolítið furðuleg en hver er það svo sem ekki upp að vissu marki?“

Þegar móðir Jóhönnu missti stjórn á hæfileikum sínum og einhver hafði yfirtekið líkama hennar var Jóhanna ein heima með móður sinni.

„Ég var logandi hrædd um mömmu mína. Pabbi var á skákmóti og svaraði ekki í símann og yngri systkini mín voru hjá vinum sínum.“

Jóhanna hringdi því í bestu vinkonu móður sinnar sem sagði henni að fara með Faðir vorið og að biðja um ljós.

„Hún kom svo skömmu síðar og fór með einhverskonar vísur og náði mömmu minni til baka. Þessi lífsreynsla hefur setið djúpt í hjarta mínu mörgum árum síðar því ég hélt á þessum tímapunkti að ég fengi mömmu mína aldrei til baka.“

Mæðgurnar Jóhanna og Guðrún

Vissi að Jóhanna væri ólétt á undan henni

Síðan þetta atvik kom upp hefur móðir Jóhönnu unnið markvisst að hæfileikum sínum.

„Hún er orðin ansi flink í sínu starfi sem miðill og heilari. Það er að minnsta kosti það sem fólk hefur sagt mér, því í kringum mig og mína fær hún lítið að sjá sem er ágætt.“

Móðir Jóhönnu vissi að hún væri að fara að verða amma áður en Jóhanna gerði sér grein fyrir því að hún væri ólétt.

„Þegar ég var ófrísk af fyrsta barni okkar Ingólfs vissi hún það á undan mér sjálfri. Morguninn eftir tók ég þungunarpróf sem reyndist neikvætt en ég tók annað próf nokkrum dögum síðar sem var jákvætt.“

Jóhanna dáist að hugrekki móður sinnar á því að vera í því starfi sem hún stundar.

„Hún hefur hjálpað svo ótal mörgum. Meðal annars fólki sem hefur lent í einelti, áfengis og vímuefnaneyslu, fólki sem er óvisst með kynhneigð sína og fleirum. Því ég veit að það tekur bæði á líkama og sál að aðstoða fólk með ýmsan vanda.“

Þrátt fyrir að lokað hafi verið á sýnir Jóhönnu þegar hún var unglingur er hún í dag mjög næm.

„Ég hef fundið fyrir nærveru annarra þar sem ég er ein, ég er hins vegar ekki á þeim stað að ég sé tilbúin að rækta þann hæfileika enn sem komið er. Hins vegar hef ég sjálf verið að æfa mig af og til að spá í bolla og tarot spil, hver veit nema að ég feti einn daginn í fótspor mömmu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.