fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Katrín Helga: „Ég hélt að heimurinn myndi hrynja þegar henni var rúllað í vöggunni upp á vökudeild“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 22. júní 2018 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Katrín Helga Daðadóttir eignaðist dóttur sína þann 17. desember árið 2015 óraði henni aldri fyrir því að þær mæðgur kæmu til með að þurfa að nýta sér þjónustu vökudeildarinnar.

„Þegar dóttir mín fæddist þurftum við á sérhæfðri þjónustu vökudeildarinnar að halda. Barnaspítalasjóður Hringsins hefur hjálpað vökudeildinni gríðarlega með kaupum þeirra á búnaði til þess að hjálpa nýburum,“ segir Katrín í viðtali við Bleikt.

Mæðgurnar Katrín og Amelía

Greindist með loftbrjóst þremur tímum eftir fæðingu

Katrín, sem starfar í sértækri heimaþjónustu sem sjúkraliði stefnir á að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst.

„Ég hljóp tíu kílómetra í fyrra fyrir styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og fyrir dóttur vinkonu minnar sem var þá nýgreind með bráðahvítblæði. Það gekk ótrúlega vel og ætla ég aftur að hlaupa tíu kílómetra núna til styrktar Barnaspítalasjóð Hringsins og stefni ég á að bæta tímann minn.“

Dóttir Katrínar fæddist með svokallað loftbrjóst sem komist var að rúmlega þremur klukkustundum eftir fæðingu.

„Það var ekki fyrr en um þremur klukkutímum eftir að hún kom í heiminn sem að það uppgötvaðist. Hún vildi ekki taka brjóstið, náði ekki að halda á sér almennilegum hita og var bláleit þegar hún svaf. Aftur á móti tók húðliturinn hennar við sér þegar hún grét. Ég hélt að heimurinn myndi hrynja þegar henni var rúllað í vöggunni upp á vökudeild en starfsfólkið er með eindæmum hlýtt og gott og hjálpuðu þau okkur mikið í gegnum þessa lífsreynslu.“

Fékk ekki að halda á dóttur sinni í tvo daga eftir fæðingu

Amelía, dóttir Katrínar þurfti að vera í hitakassa í tvo daga eftir fæðingu og fékk Katrín því ekki að halda á henni á meðan.

„Í öllu stressinu datt mjólkin niður og gat ég því ekki nært hana þannig. Við gátum henni þurrmjólk í gegnum götin á hitakassanum. Læknarnir gátu ekki sagt mér nákvæmlega hvers vegna hún fæddist með loftbrjóst en hún skoraði strax fullt hús stiga í apgar og fæddist grátandi. Það getur verið að hún hafi dregið of kröftuglega að sér andann og öndunarfærin ekki alveg tilbúin í það.“

Amelía dóttir Katrínar í dag

Katrín dvaldi með dóttur sinni í fimm sólarhringa á spítalanum eftir fæðinguna og komust þær með naumindum heim rétt fyrir jól.

„Þetta háir henni ekkert í dag enda var okkur tjáð það þegar hún útskrifaðist af vökudeildinni. Hún er eins hress og þriggja ára barn á að vera og hefur fengið toppeinkanir í öllum skoðunum litla ljósið mitt.“

Hleypur til styrktar Barnaspítala Hringsins

Katrín biður alla foreldra um að skoða starfsemi vökudeildarinnar til þess að sjá hversu mögnuð störf eru unnin þar.

„Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi þurfa á þjónustu hennar að halda þegar ég gekk með stelpuna mína og þekkti því lítið til þeirra. Einnig vil ég benda á að þó svo að margar mæður geti gefið börnunum sínum næringu í formi brjóstagjafar að þá hafa ekki allar mæður tök á því. Það á því ekki að dæma neinn.“

Katrín hvetur að sjálfsögðu alla til þess að styrkja Barnaspítalann og starf þeirra.

Hægt er að heita á Katrínu í Reykjavíkurmaraþoninu með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“