fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Tveir óöruggir karlmenn rökuðu hvorn annan í Vesturbæjarlaug

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 21. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég geng inn í klefann og þar eru fyrir tveir karlar á að giska aldrinum 45 – 50 ára. Greinilega vinir. Annar þeirra heldur á sköfu og er að hjálpa hinum að raka nokkur hár á öxlunum á honum, svona eins og gengur og gerist, það er ekkert gaman að vera með hár þarna.“

Þannig lýsir útvarpstjarnan og fjölmiðlafræðingurinn Sigurður Þorri Gunnarsson sem starfar á K100 atviki sem hann varð vitni að í Vesturbæjarlaug sem hann kallar Saga úr sturtuklefanum. Söguna birti hann á Facebook. Sigurður Þorri eða Siggi Gunnars eins og hann er oft kallaður hefur fengið mikið hrós fyrir að berjast gegn fordómum í garð samkynhneigðra.

Siggi Gunnars segir að hann hafi ekki verið að veita vinunum tveimur sérstaka athygli fyrr en maðurinn sem hélt á sköfunni og vandaði sig við að raka vin sinn tilkynnti að þeir væru ekki hommar:

„ … þrátt fyrir að þeir séu að gera þetta! Óöryggið uppmálað,“ segir Siggi Gunnars og heldur áfram á nokkuð meinhæðinn hátt. „En ég trúði þessu varla! Það er náttúrulega fyrir löngu orðið þekkt að hommar stunda það að raka axlirnar á hvor öðrum. Það var raunar þannig sem ég uppgötvaði mína samkynhneigð – ég var allt í einu farinn að raka axlir á öðrum strákum upp úr þurru. Einnig eru hittingar homma í Vesturbæjarlauginni fyrir löngu orðnir þekktir þar sem þeir hittast og raka axlirnar á hvor öðrum!

Ekkert meira heillandi en óöryggir karlmenn!“

Aðspurður hvort óöryggi íslenskra karlmanna hafi ekki lagast með aukinni umræðu um samkynhneigð og hvort karlmenn séu ekki orðnir ófeimnari við að sína hvor öðrum hlýhug svarar Siggi Gunnars að viðhorfið sé annað og betra hjá ungu kynslóðinni.

„Við karlmenn þurfum að vera duglegri að sýna tilfinningar og nánd, án tillits til kynhneigðar. Gott knús og samtal getur nefnilega dimmu í dagsljós breytt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“
Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.