fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Katrín Helga um hugarfarsbreytingu: „Hættu að bíða eftir að einhver annar komi og bjargi þér“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 21. júní 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hver og einn á það til að efast um sjálfan sig einhvern tíma á lífsleiðinni og eigum við það til að berja okkur niður fyrir ýmislegt sem að hefði annars ekki þurft að hafa nein áhrif á okkur. Hvort sem að það eru samfélagsleg áhrif eða hvernig við lítum á sjálfan okkur megum við ekki gleyma því að svo lengi sem að þú ert að gera þitt allra besta til þess að gefa af þér, hugsa um sjálfan þig og þá sem standa þér næst. Þá skipta raddir hinna sem ekki þekkja þig, elska þig og hafa þína hagsmuni í fyrirrúmi engu máli.“

Á þessum orðum hefst færsla Katrínar Helgu Daðadóttur á lífsstílsblogginu Vynir.

Allir kljást við vandamál

Katrín segir staðreyndina þá að allir kljást við einhverskonar vandamál í lífinu.

„Þegar að við fæðumst eru okkur gefin tvö loforð, að fæðast og að deyja. Hvað svo sem gerist þess á milli er undir okkur komið að mestu leyti. En líkamleg sem og andleg veikindi er það einna helsta sem við stjórnum ekki. Okkur öllum eru gefin mismunandi verkefni í lífinu sem við verðum að vinna úr og leysa af bestu getu.“

Katrín segist mikið velta fyrir sér hegðun fólks þegar kemur að því að takast á við lífið.

„Ekki sitja og bíða eftir því að einhver vinni hlutina fyrir þig. Við megum ekki festast í þeim gír að vorkenna okkur sjálfum. Á meðan við erum föst í því að vorkenna okkur fyrir það að vera með kvíða, þunglyndi, fíknivanda, sykursýki eða jafnvel að hafa þurft að fara í aðgerð á hnjám þá gerist ekkert til þess að laga ástandið á meðan.“

Þýðir ekki að bíða eftir lausnunum

Katrín segir að um leið og fólk taki hugsanir sínar taki og snúir þeim við séu mikið meiri líkur á því að hjólin fari að snúast og að þær breytingar sem fólk hafi verið að bíða eftir fari að láta sjá sig.

„Ég tala af reynslu þegar ég segi að það þýðir ekkert að sitja og bíða eftir því að lausnirnar detti niður af himnum ofan og lendi í kjöltunni á þér. Ég er ekki að segja að það geti verið auðvelt að snúa hugsunarhætti manns við eins og skot. Í rauninni tekur það mjög langan tíma og maður þarf virkilega að einbeita sér að því að læra að hugsa öðruvísi. Þó að þú takir fyrir einn neikvæðan hlut í einu og takir þér góðan tíma í að læra að breyta honum í eitthvað jákvætt.“

Sem dæmi tekur Katrín fyrir hreyfingu.

„Því það er það sem ég hef verið að breyt og vinna að hjá sjálfri mér í rúmlega ár núna. Hér áður fyrr nennti ég alls ekki að hreyfa mig, bara alls ekki. Það var varla að ég nennti að labba út í búð þó hún væri í göngufæri við heimili mitt. Mér leið mjög illa og var náttúrulega allt of þung, bæði í skapi og líkamlega. Eftir að hafa reynt margsinnis að kaupa mér kort í ræktina og byrja á að hreyfa mig fannst mér ég samt alltaf vera að gera það fyrir einhvern annan en mig sjálfa. Þar til í fyrra þegar ég opnaði augun fyrir því að ég er ábyrg fyrir minni eigin líðan og ég gæti ekki setið heima hjá mér og vorkennt mér fyrir að vera of þung og líða svona illa en á sama tíma ekki að gera neitt fyrir sjálfan mig til þess að breyta því.“

Hefur misst 24 kíló með hugarfarsbreytingu

Katrín segist hafa lært mikið á undanförnu ári og að hún vildi óska þess að hún hefði áttað sig á þessari staðreynd fyrr.

„Ég snéri hugmyndum mínum um hvað hreyfing væri nú leiðinleg og óþörf í algjörlega hið andstæða. Ég ákvað með sjálfri mér að gera hreyfinguna skemmtilega og það hefur mér svo sannarlega tekist að gera. Á síðastliðnu ári hef ég ekki bara öðlast nýja trú á sjálfri mér og lífinu heldur hef ég líka misst að verða 24 kg – og það hefur ekki einu sinni verið það erfitt.“

Katrín segir að hugur fólks sé alveg hreint magnað fyrirbæri og að hann sé í raun okkar helsta hindrun frá því sem okkur langi til þess að gera.

Lífið þarf ekki að vera ömurlegt

„Það versta sem við getum gert fyrir okkur sjálf er að leyfa öðrum að hafa áhrif á okkur. Ég hef alltaf verið mjög áhrifagjörn manneskja og var yfirleitt fljót að breyta mínum skoðunum bara til þess að falla undir dómarahatt annarra. Þar til ég áttaði mig á því að það er alveg sama hvað það er sem við gerum, það verða alltaf allir með skoðanir á því. Við getum tekið til okkar það sem við eigum en megum ekki leyfa því að hafa áhrif á þá niðurstöðu sem að við tökum.“

Katrín segir mikilvægt að fólk tileinki sér það að umgangast fólk sem lyfti þér upp og hvetji þig áfram í að gera það sem þig dreymir um.

„Hættu að hlusta á neikvæðnina í kringum þig og reyndu að smita jákvæðni út frá þér. Því að lífið er ekki og þarf ekki að vera ömurlegt. Taktu lífinu fagnandi, gerðu þitt besta og hættu að bíða eftir að einhver annar komi og bjargi þér. Vertu þín eigin hetja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.