fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Eignaðist barn og mætti í brúðkaup systur sinnar fimm tímum seinna

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 20. júní 2018 17:30

Mynd: SWNS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru nokkrir dagar í lífi fólks sem eru mikilvægari en aðrir. Dagurinn sem fólk giftir sig og dagurinn sem þau eignast barn teljast jafnan til þeirra daga. Það eru þó einnig stórtíðindi þegar systkini manns eignast börn og er oft erfitt að halda tilfinningunum og stoltinu leyndu þegar maður fær að verða stóra frænka eða frændi.

Mynd: SWNS

Það var því stór dagur í lífi systranna Emily Chell og Katie þegar sú fyrrnefnda fór af stað í fæðingu þremur vikum fyrir tímann á brúðkaupsdegi eldri systur sinnar.

Tók það ekki í mál að missa af brúðkaupinu

Á laugardaginn síðasta var Emily stödd með systur sinni á hóteli að undirbúa brúðina fyrir athöfnina. Emily fór af stað í hríðar á föstudagskvöldið og fór hún í kjölfarið heim til sín. Fljótlega eftir miðnætti var hún keyrð á spítalann þar sem hún eignaðist son sinn klukkan tíu mínútur yfir sjö um morguninn.

Emily tók það ekki í mál að missa af stóra degi systur hennar og í staðin fyrir að hvíla sig eftir fæðinguna gerði hún sig klára og mætti með nýfæddan son sinn til þess að ganga með systur sinni að altarinu.

Brúðurinn með nýfæddan frænda sinn / Mynd: SWNS

„Sem betur fer var fæðingin náttúruleg og við allrar lukku kom ekkert upp á. Við hvíldum okkur örlítið eftir fæðinguna en fórum svo af spítalanum klukkan 11:15 og keyrðum 20 kílómetra þar sem brúðkaupið var haldið,“ segir Emily í viðtali við Metro.

Fögnuðu allir þegar Emily gekk inn

„Við hringdum á undan okkur svo ég fékk brúðarmeyju kjólinn minn og um leið og ég mætti á staðinn setti ég Brody í vöggu og hoppaði í kjólinn. Ég var tíu mínútum of sein en það biðu allir eftir okkur og gekk að altarinu með Brody í höndunum. Það fögnuðu allir þegar við gengum inn. Þetta var yndislegt augnablik.“

Emily grínaðist með það að Brody hefði einfaldlega ekki viljað missa af stóra deginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“