fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Hvað segir systirin? „Við stöndum rosalega þétt við bakið á hvor annarri“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. júní 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og stjórnmálafræðingur, er nýr borgarfulltrúi í Reykjavík eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar. DV heyrði í systur Dóru, Gyðjunni Sigrúnu Lilju og spurði: Hvað segir stóra systir?

„Dóra er ein réttsýnasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma kynnst og sú heiðarlegasta. Hún stendur fram í fingurgóma með öllu því sem hún trúir á að sé rétt. Hún brennur fyrir stóru málefnin og mun aldrei láta titla eða stóla breyta sýn hennar á hvað þurfi raunverulega að gera. Hún er í pólitík af raunverulegri ástæðu.

Dóra stendur 100% með sínum hugsjónum og því að bæta heiminn í stað þess að fá klapp á bakið. Hún er þarna til að breyta og bæta heiminn, það finnst mér gríðarlega fallegt.

Hún er ótrúlega fjölhæf, flink að skrifa, þar á meðal ljóð, sem oft eru aukagjöf á afmælum.

Hún rappar stundum þegar hún heldur ræðu, til dæmis rappaði hún heilt lag í stað þess að halda ræðu í brúðkaupi frænku okkar.

Hún hefur alltaf haft kjaftinn fyrir neðan nefið.

Þegar hún var yngri reyndi hún svo á raddböndin að hún var hás í nokkur ár og okkur fannst það frekar fyndið. Hún var krúttlegasta barn sem ég hef nokkurn tíma vitað um, ég kallaði hana alltaf Ronju ræningjadóttur. Hún var rosalega ákveðin strax sem krakki, en mátti aldrei neitt aumt sjá. Hún er og hefur samt alla tíð verið rosalega skemmtileg og við elskum að fíflast saman.

Við Dóra erum ofboðslega nánar þrátt fyrir að vera rosalega ólíkar bæði í útliti og í okkur, samt erum við bestu vinkonur og stöndum saman út í eitt. Ég get alltaf leitað til hennar og hún ræður mér alltaf heilt. Við pössum okkur að hafa uppbyggilega gagnrýni á hvor aðra, en að vera ekki í niðurrifi. Við stöndum rosalega þétt við bakið á hvor annarri.

Dóra bjó erlendis lengi og mér fannst það mjög erfitt. Þegar hún kom heim í frí þá var mikill söknuður og sorg þegar hún fór aftur. Ég er því gríðarlega þakklát og ánægð með að hún sé að fara að vinna hér næstu fjögur árin.

Dóra er ofboðslega dugleg og hugrökk, eins og að flytja kornung úr landi til náms, fyrst til Noregs og svo til Þýskalands og Belgíu. Hún lét til sín taka á öllum stöðum, stofnaði fyrsta femínistafélag í Óslóarháskóla og vann á Evrópuþinginu í Brussel.

Ég hef líka stundum sagt að það sé jafnframt hennar veikleiki hvað hún er dugleg og mikill kraftur í henni, því hún á það til að gleyma sjálfri sér.

Maður þarf oft að minna hana á að hlúa að sjálfri sér, hún vill vera alls staðar fyrir alla og vera innan handar fyrir alla alls staðar. En hún þurfti að taka á honum stóra sínum til að geta mætt í stóru málin, þannig að eitthvað annað þurfti að láta undan. Þannig að það er búið að vera lærdómsferli hjá henni að vera í þessari kosningabaráttu. Hún er búin að vaxa svakalega og hún er að vaxa á hverjum degi. Mér finnst ótrúlegt að hún, 29 ára, sé komin í þessa stöðu.

Hún hefur ekki fengið neitt upp í hendurnar og hefur þurft að hafa fyrir öllu sínu. Hún vill heldur ekki fá neitt upp í hendurnar, hún vill ekki neitt ókeypis, veit að hún þarf að hafa fyrir hlutunum og vill gera það.

Það sem hefur komið henni í þessa stöðu er að hún veigrar sér ekki við að fara í erfiðu málin og fylgja sínum hugsjónum.

Ég tel líka gott við hana að hún hefur búið erlendis og hefur sýn á útlönd og kemur þannig með mikilvæga punkta um hvað má fara betur hér.

Það er því alveg heilmikið til í því sem kemur frá þessari elsku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.