fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Ellý Ármanns sýnir á sér hina hliðina: „Ekki dæma náungann því þú veist ekki „shit““

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. júní 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðla- og listakonan Ellý Ármanns málar eins og enginn sé morgundagurinn, á milli þess sem hún sinnir Fréttanetinu, kennir í Reebok Fitness og elskar kærastann. Ellý sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.

Hverjum líkist þú mest?
Pabba mínum.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Ég veit það ekki. Partídýr kannski.

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Ég er jafningi allra.

Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Nettó og Slippfélagið.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Amen.

Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Já, auðvitað.

Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni?
Sól.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Hlynur kærasti minn – playlistinn hans á Spotify.

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Halelujah með Cohen.

Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á?
Villi Manilli.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Þögnina.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
Ellý sigrar heiminn.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Scarface.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Leggings.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Kærastanum mínum.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Já.

Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt?
Tupperware.

Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
Þú gerir betur næst.

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Já.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Rjómi. Ég elska rjóma.

Hverju laugstu síðast?
Að ég ætti afmæli, við afgreiðslumanninn í vöffluvagninum. Hann gaf mér extra rjóma.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Frið.

Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það?
„Ekki dæma náungann því þú veist ekki „shit“.

Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest?
Hugsanir.

Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði?
Maki minn má gera allt sem hann vill.

Á hvern öskraðirðu síðast?
Mig sjálfa. Finnst ég ekki standa mig nægilega vel stundum.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Jón Gnarr.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?
Þegar ég hitti ástina mína, Hlyn.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Man það ekki.

Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag?
Kevin Spacey.

Hver er mest kynæsandi kvikmyndapersónan?
Brad Pitt í Thelma og Lousie.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Hefði viljað sjá Prince ædolið mitt.

Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir hvor í sínu lagi en frábærir saman?
Olía og eldur.

Hver er fyndnasta „pick-up“-línan sem þú hefur heyrt?
Hæ, viltu spá fyrir mér?

Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt?
Man ekki brandara.

Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár?
Orkudrykkir.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Þjónastarf þar sem ég þurfti að klæðast stuttu pilsi, skyrtu og bindi. Sagði upp vinnunni sama dag og ég byrjaði.

Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
Þegar ég tók erlent lán.

Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Börnin mín.

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?
Þetta er fáránleg spurning.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?
The Doors.

Hvað verður orðið hallærislegt eftir fimm ár?
Rafrettur.

Ef þú yrðir handtekin án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hafir gert af þér?
Sagt sannleikann.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Bósa Ljósár.

Hvað myndirðu nefna landið okkar ef við þyrftum að breyta?
Næsland.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Verða ástfangnir sannarlega.

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
Þú blessir þig.

Ef þróunarkenningin er rétt, af hverju eru svín þá ekki með vængi?
Er þetta spurning?

Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna?
Hæ, langar að kaupa af þér málverk.

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?
Nei.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Kærleikur.

Hvað er fram undan um helgina?
Mála, mála, mála og elska Hlyn og kenna í Fitness Reebok.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmenn Arsenal í rusli

Leikmenn Arsenal í rusli
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.