fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Að sofa með barn upp í foreldrarúmi – Reynsla Gunnar Björns

Mæður.com
Laugardaginn 2. júní 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég vil byrja á að segja að það eru 4 flokkar undir co-sleeping:

  1. Barn og foreldri/foreldrar deila sama rúmi
  2. Barnarúm/vagga sem er fest við rúm foreldra
  3. Barnarúm í sama herbergi og foreldrar
  4. Og svo barn sem er í sínu herbergi en er velkomið upp í foreldrarúm hvenær sem er

Öruggara að vita af börnunum á næturnar

Ég tók þá ákvörðun með eldri strákinn minn að hann myndi sofa upp í hjá mér og ég tók þá ákvörðun líka með yngri stelpuna.

Ég var með Óla á brjósti til 14 mánaða og það var svo þægilegt að þurfa ekki að vakna, standa upp og gefa honum að drekka á næturnar, einnig fann ég fyrir meira öryggi að vita af honum á næturnar.
Í greinum sem ég las um co sleeping var mikið mælt gegn þessu og þar á meðal af því að barnið gæti orðið of háð móður sinni, Óli varð ekki of háður mér og það var ekkert mál að færa hann yfir í sitt herbergi 3 ára gamlan en ég var hins vegar mjög háð honum á næturnar og stalst til að taka hann upp í rúm til mín. Það var ekki fyrr en Villimey kom að þetta hætti alveg, hann var enn þá að koma og kúra aðeins snemma á morgnanna þangað til.

Ólík reynsla á milli barna

Villimey er 9 mánaða og enn þá á brjósti og það er sama sagan núna, þetta hefur verið mjög þægilegt upp á næturgjafirnar. En þau systkinin eru svart og hvítt, hún er mjög háð mér 24/7 og ég verð að sofa með henni alla nóttina, annars vaknar dýrið. Ég reyndi eitt skipti að láta hana sofa í sínu rúmi, það entist ekki lengi eða í rúma 2 tíma, mér leið óþægilega að hún væri ekki nógu nálægt mér og var fljót að taka hana upp í aftur, þannig það má alveg segja að ég sé líka mjög háð henni.
Þetta er samt það besta í heimi finnst mér að leggjast upp í rúm með henni og kúra og vakna svo við skælbrosandi lítinn púka.

Þetta eru svipaðar reynslur en samt ólíkar þannig, held að þetta sé bara persónubundið hjá börnum með að vera of háð móður sinni. Ég gat t.d. farið frá Óla yfir nótt þegar hann var 3 mánaða en ekki séns að ég gæti það með Villimey alveg strax.

Ekki mælt með því að sofa með barn upp í

Ég hef verið að skoða greinar frá bandaríkjunum að það sé ekki mælt með að barn sofi upp í rúmi með foreldrum og ég skil hætturnar sem eru nefndar en ég hugsaði ekki út í þær, 6 ár síðan og var lítið á netinu og fannst þetta bara vera hinn eðlilegasti hlutur. En eftir að hafa lesið hætturnar þá er þetta ekkert það sem ég myndi mæla endilega með en þetta virkaði fyrir okkur og það er fyrir öllu.

Ég myndi hafa þessa hluti í huga ef þú sefur með barnið upp í eða ert að pæla í að gera það

  • Ekki mælt með ef þú sefur fast eða tekur sterk lyf
  • Passa að dýnan í rúminu sé alltaf við vegginn (að það sé ekkert op á milli)
  • Ekki hafa eldra barn sofa upp í líka
  • Passa að hafa ekki kodda, púða, teppi eða annað kringum barnið
  • Passa náttklæðnað, það er heitara hjá okkur
  • Ekki sofa með barni ef þú hefur verið að drekka áfengi
  • Passa að barnið sé á bakinu (þangað til barnið getur snúið sér sjálft)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“