fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Læknar ráðþrota vegna lömunar Stefaníu: „Ég hef verið stungin með skrúfu og sprautunál og ekki fundið fyrir neinu, þótt það blæði úr fætinum“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 1. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Malen Halldórsdóttir hefur allt sitt líf verið mjög líkamlega heilsuhraust og virk í bæði starfi og leik. Nýlega hefur hún staðið í baráttu við lömun í hægri fæti sem enginn læknir virðist geta hjálpað henni með.

„Það sem er svo sérkennilegt við þessa lömun er að hún kemur og fer. Eina mínútuna er eins og ég sé algjörlega heilbrigð og sterk en þá næstu missi ég allan kraft og tilfinningu í fætinum og get ekki gengið. Þá get ég ekki einu sinni hreyft á mér tærnar, hvað þá ökklann eða hnéð,“ segir Stefanía sem leitar nú á mátt samfélagsmiðla í þeirri von um að finna einhvern sem kannast við ástand hennar.

Hefur enga tilfinningu í fætinum

„Þetta kemur í svona óútreiknanlegum skorpum og ég á næstum því aldrei von á því þegar ég missi máttinn. Lömunin stendur líka mislengi yfir, stundum er ég máttlaus í nokkrar mínútur og stundum í nokkra klukkutíma, jafnvel nokkra daga. Þegar fóturinn er lamaður í langan tíma þá verður hann jökulkaldur og tærnar á mér verða bláar ásamt ökklanum og hnénu. Þegar hann er lamaður þá finn ég heldur ekki fyrir neinni snertingu fyrir neðan hnéð. Ég hef verið klipin og klóruð, stungin með skrúfu og sprautunál og ekki fundið fyrir neinu, þótt það blæði úr fætinum.“

Sumarið 2017 áður en veikindin skullu á

Stefanía hefur gengið á milli nokkurra mismunandi lækna. Meðal annars heimilislækni, taugasérfræðinga og lækni sem stundar óhefðbundnar lækningar.

„Svo hef ég líka hitt kírópraktor og sjúkraþjálfara. Enginn hefur getað sagt mér hvað það er sem er að hrjá mig og hvað þá hvernig ég eigi að laga það. Fyrst var mér sagt að ég yrði bara að þjálfa upp kraftinn í fætinum en það gerði lömunina ennþá verri ef eitthvað er.“

Einnig hefur Stefanía verið send tvisvar sinnum í segulómun á baki og höfði, röntgenmyndatöku af hnénu, ómskoðun á ökla, nýrum og þvagblöðru ásamt því að hafa farið í þó nokkrar blóðprufur.

Heimilislæknirinn að gefast upp

„Heimilislæknirinn minn er næstum því búinn að gefast upp á mér og í staðinn fyrir að senda mig í fleiri rannsóknir þá skrifar hann bara upp á enn annað veikindaleyfið.“

Stefanía verður tvítug í sumar og hefur hún alltaf verið líkamlega hraust. Hún starfar sem þjónn á stóru hóteli og býr á búgarði með fjölskyldu sinni þar sem hún hjálpar til eftir bestu getu.

Stefanía í janúar á þessu ári

„Ég er fædd hestamanneskja. Hestamennska hefur verið stór partur af lífi mínu alla mína ævi. Ég hef stundað styrktaræfingar heima hjá mér, farið út að hlaupa eða í fjallgöngur. Ég geri það auðvitað ekki lengur þar sem ég get misst kraftinn í fætinum hvenær sem er. Staðan er orðin þannig að ég er hætt að þora að keyra, sama hversu stutt vegalengdin er því ég er hrædd um að valda stórslysi ef ég missa máttinn undir stýri.“

Lömunin í fæti Stefaníu birtist upp úr þurru eina nóttina og í fyrsta skiptið sem það gerðist endaði hún í hjólastól á sjúkrahúsi í fjóra daga.

Getur ekki komið sér á milli staða hjálparlaust

„Ég er þakklát fyrir það að vera ekki lengur í hjólastól en flesta daga er ég haltrandi, dreg fótinn á eftir mér eða er á hækjum. Þetta er farið að taka svakalega mikið á vinstri fótinn líka því ég er alltaf að ofreyna hann. Ég skil ekki hvernig svona getur gerst við tvítugan, hraustan einstakling alveg upp úr þurru. Ég skil ekki af hverju það finnst ekki hvað vandamálið sé né hvernig eigi að lækna þetta“

Stefanía viðurkennir að tíminn síðan lömunin hófst hafi verið virkilega erfitt en hún er búin að vera í veikindaleyfi núna í fimm mánuði.

„Það lítur ekki út fyrir að ég megi fara að vinna neitt á næstunni. Mér finnst ég vera svo gagnslaus. Ég get ekki farið á hestbak nema bara örsjaldan og mjög stutt. Ég get ekki unnið á hótelinu því það reynir of mikið á fótinn og ég get ekki unnið á búinu nema það sé einhver með mér. Ég get ekki einu sinni komið sjálfri mér á milli staða hjálparlaust.“

Stefanía ákvað að greina frá vandamáli sínu í þeirri von um að einhver hafi lent í svipaðri reynslu eða þekki einhvern í hennar stöðu og geti hjálpað henni. Hún biðlar því til fólks um að deila greininni áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.