fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Eva Rún varð ólétt 14 ára gömul og varð fyrir hrottalegu einelti í kjölfarið: „Eitthvað inni í mér hvarf þennan dag“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 1. júní 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Rún Hafsteinsdóttir varð ólétt að sínu fyrsta barni þegar hún var einungis fjórtán ára gömul. Í kjölfarið varð hún fyrir hrottalegu einelti þar sem hún var meðal annars beitt líkamlegu ofbeldi af skólafélögum sínum.

Í dag er Eva orðin tuttugu og þriggja ára gömul, tveggja barna móðir sem búsett er á Akranesi ásamt unnusta sínum. Erfið æska Evu hefur mótað líf hennar og segir hún starfsmenn grunnskólans hafa brugðist henni.

„Skólinn hafði ekki hugmynd um hvernig hann átti að taka á hlutunum þannig að ég fékk heimakennslu út níunda og tíunda bekk. Skólinn brást mér,“ segir Eva Rún í viðtali við Bleikt.

Misnotuð kynferðislega sumarið fyrir fyrsta bekk

Eva ólst upp í Breiðholti þar sem hún gekk í Hólabrekkuskóla. Þar var hún lögð í mikið einelti alveg frá upphafi.

„Ég var öðruvísi en hinir krakkarnir, stór miðað við aldur og þybbin. Ég var misnotuð kynferðislega, sumarið fyrir fyrsta bekk, af strák sem var þremur árum eldri en ég. Hann gekk í sama skóla og ég og montaði sig af því að hafa misnotað mig. Eftir það var ég kölluð litla, feita druslan.“

Eineltið hafði mikil áhrif á Evu og grátbað hún móður sína á hverjum degi um að senda hana ekki í skólann.

Sannfærð um að hún væri með heilaæxli

Um leið og Eva hóf samband með barnsföður sínum lét móðir hennar hana byrja á pillunni en hún telur líklegt að hún hafi þá þegar verið orðin ólétt og því hafi pillan ekki virkað sem skyldi.

„Í október sama ár fór ég að taka eftir því að glær vökvi var farin að leka úr brjóstunum á mér. Eftir mikla leit á Netinu greindi ég sjálfa mig með góðkynja heilaæxli því ég var sko alls ekki ólétt. Ég hafði þegar tekið fimm þungunarpróf sem komu öll neikvæð út og vildi afleysingalæknir meina að blæðingarnar væru óreglulegar út af pillunni. Þarna var ég búin að sannfæra mig algjörlega um að ég væri með heilaæxli og sagði mínum nánustu vinkonum að ég væri á leiðinni til læknis vegna gruns um það. Aldrei hefði mér dottið í hug að þegar ég gengi út frá lækninum væri ég komin 22 vikur á leið og væri að fara að eignast barn.“

Hægt er að lesa viðtalið við Evu í heild sinni í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.