fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Ekki eru stjörnurnar alltaf stilltar: Frægir raðframhjáhaldarar

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 4. maí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heimi fallega og fræga fólksins getur verið meira en að segja það að vera trúr maka sínum. Hjá mörgum stjörnupörum gilda öðruvísi reglur, líkt og opin sambönd, en þegar athyglin er nær endalaus eru sumir aðilar sem standast ekki mátið að dífa tánni í fleiri tjarnir. Svo eru þeir aðilar sem gera sér það að rútínu að sífellt að vaða í lostaleiki með öðrum en mökum, án vitundar makanna.

Hér eru dæmi um slíka aðila sem eru komnir með orðspor og bera titil sem seint telst aðlaðandi: Raðframhjáhaldarar.’

 

HASARFÍKILL MIKILL

Sumir eru ekki kallaðir „hasarkóngur“ eða Tortímandinn af ástæðulausu en austurríska bíóstjarnan Arnold Schwarzenegger hafði verið giftur Mariu Shriver í rúm 20 ár þegar Los Angeles Times greindi frá ástarævintýrum Arnolds við húsfreyjuna Mildred Baena. Framhjáhaldið gekk yfir í áraraðir og feðraði hann meira að segja son með henni sem fæddist í október 1997, aðeins mánuði á eftir fæðingu sonarins sem hann eignaðist með Mariu. Neyðarlegt…

Mildred var samt ekki sú eina sem Arnold sængaði hjá á meðan hjónabandinu stóð, en þegar framhjáhaldið fréttist út fóru að berast ýmsar fleiri sögur af ástarleikjum leikarans.

 

GAMALL ÁVANI

Claire Danes, þessi ýðilfagra leikkona hefur gert ávana úr því að tengjast mótleikurum sínum, hvort sem hún eða þeir séu fráteknir fyrir. Stundum er ný vinna bara svo ótrúlega spennandi…

 

HEY, JUDE

Hjartaknúsarinn Jude Law virðist ekki geta haldið buxunum uppi. Orðrómar um framhjáhöld Law byrjuðu að streyma á meðan hann var giftur leikkonunni Sadie Frost, héldu þeir svo áfram þegar hann var með Siennu Miller. Jude meira að segja hljóp í barnfóstruna, sem er elsta klisjan í bókinni.

Ó, Jude.

 

LISTIN HERMIR EFTIR LÍFINU

Í þáttunum Californication leikur David Duchovny rithöfund með áfengisvanda og kynlífsfíkn og á hlutverkið ekki langt að sækja, upp að vissu marki. David var giftur leikkonunni Teu Leoni í 12 ár og fóru þau í hjónabandsráðgjöf og reyndu hvað sem þau gátu til að bjarga sambandinu, en David var fljótur að leita aftur í gamla takta. Leoni gafst að lokum upp á vítahringnum.

 

SAFNARINN MEÐ SÓLGLERAUGUN

Óskarsverðlaunahafinn Jack Nicholson hefur í áratugaraðir verið kvennabósi mikill og hefur honum þótt fátt eðlilegra en að sækja sér aðra möguleika þó hann sé í föstu sambandi, eins og kom reglulega fyrir þegar þau Anjelica Huston voru í sambúð. Sagan segir að Jack hafi sofið hjá fleiri en tveimur þúsundum kvenna. Allir geta verið sammála því að það sé engin smátala, nema hugsanlega Charlie Sheen.

 

ÞAÐ ER JÁKVÆTT

Charlie Sheen hefur mikið gortað sig á lífsstíl sínum og er talið að hann hafi sofið hjá rúmlega fimm þúsund konum. Sheen var giftur leikkonunni Denise Richards og þar áður var hann með Brooke Mueller í þrjú ár. Leikarinn hefur átt í baráttu við ýmis konar vímuefni og segist hann sjálfur vera haldinn kynlífsfíkn. Greindist svo leikarinn með HIV á árið 2015.

 

MEÐ TIL SKIPTANA

Anne Heche hefur ekki sýnt mikil merki um að vera traustur maki. Hún hefur slegið sér upp með kvikmyndagerðarmanninum Coley Laffoon, leikaranum James Tupper og gríndrottningunni Ellen DeGeneres og átt sín klúru leyndarmál á meðan þessum samböndum stóð.

 

GRALLARINN DENNIS

Þau Dennis Quaid og Meg Ryan þóttu mynda ansi hreint dúllulegt par á tíunda áratugnum. Fór þá aðeins að síga í töfrunum þegar kom í ljós að hann hafi ítrekað haldið framhjá Ryan. Ýmsir slúðurberar héldu lengi að það hefði verið öfugt, að Meg Ryan hafi verið svikarinn í sambandinu þegar hún skipti Quaid út fyrir stórleikarann Russell Crowe undir lok sambandsins, en Quaid var langt á undan henni í þeim pakka.

 

UNGT OG LEIKUR SÉR

Ashton Kutcher þótti illa fara með góða dömu þegar hann var giftur leikkonunni Demi Moore. Á þeim tíma sem þau voru gift átti hann að hafa sængað skautadrottninguna Brittney Jones, sem sagt er að hann hafi sofið hjá í sama húsi og Moore deildi með börnum sínum þremur. Síðan var það leikkonan Sarah Leal, sem hann átti víst að hafa slegið sér upp með þegar þau Moore áttu sex ára brúðkaupsafmæli.

Ái.

 

KONUNGUR SVEIFLUNNAR

Það verður að segjast að Tiger er varla hægt að trompa. Árið 2009 kom sú sprengja þar sem uppljóstraðist að golfmeistarinn Tiger Woods hefði haldið framhjá eiginkonu sinni, sænska módelinu Elin Noregren, með hátt í 120 konum.

Eftir að þetta fréttist er sagt að þáverandi eiginkonan hafi hlupið á eftir Woods með golfkylfu hátt á lofti. Skiljanlega!

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.