fbpx
Laugardagur 11.maí 2024

Salvör þyngdist hratt á unglingsárunum: „Það er ekki auðvelt að skipta um lífsstíl en það er samt besta ákvörðun sem ég hef tekið“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 31. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salvör Eyþórsdóttir þyngdist hratt á kynþroskaskeiðinu þegar hún hætti allri hreyfingu og fór að borða mjög mikið magn af mat. Salvör hafði langan bakgrunn í íþróttum en unglingsárin tóku á hana og fór sjálfsálitið lækkandi með degi hverjum.

„Það er í raun engin ákveðin ástæða fyrir því að ég þyngdist en það gerðist hratt á kynþroskaskeiðinu þar sem ég hætti öllum íþróttum og átti það til að borða mjög mikið magn af mat. Þar af leiðandi bætti ég á mig og er þetta þessi klassíska ástæða af hverju fólk bætir á sig í dag. Það passar ekki samsetningu á mat, skammtastærðir og hreyfir sig ekki nóg. Svo einfalt er það,“ segir Salvör í viðtali við Bleikt.

Sjálfsmyndin slæm vegna ástarsorgar

Salvör stundar í dag nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík ásamt því að starfa sem hóptímakennari í World Class.

„Á fyrsta ári í menntaskóla var sjálfsmyndin mín alls ekki góð, ég hafði lent í ástarsorg eins og gengur og gerist og fór það frekar illa í mig þar sem tilfinningar hjá mér líkt og hjá flestum unglingum á þessum aldri voru mjög ýktar. Á sama tíma var ég að reyna að díla við skilnaðinn hjá mömmu og pabba en ég átti mjög erfitt með það.“

Salvör segir sjálfsmyndina hafa mikil áhrif á líf einstaklinga og að þegar hún sé ekki góð valdi það mikilli vanlíðan og neikvæðum hugsunum.

„Maður hefur enga trú á sjálfum sér sem veldur hrikalegri vanlíðan og þegar okkur líður illa þá á hausinn það til að fylgja með og við förum að hugsa neikvætt. Ég tók góðan tíma þar sem ég setti allt á pásu í lífinu eins og til dæmis markmiðin mín sem ég hefði alls ekki átt að gera. Þegar ég var búin að sætta mig við það að lífið er ekki alltaf sanngjarnt og að ég væri sú eina sem bæri ábyrgð á minni hamingju þá ákvað ég að taka málin í mínar hendur.“

Erfiðast að taka til í huganum

Salvör ákvað að taka sér góðan tíma til þess að ákveða hvað það væri sem henni langaði að gera í lífinu og fann hún að hún yrði að finna sér áhugamál sem tengdist hreyfingu.

„Mig langaði að keppa í módel fitness en ég tók mér góðan umhugsunarfrest. Ég setti mér það langtíma markmið að fara upp á svið sem ég skipti svo niður í skammtíma markmið. Það var til dæmis eins og að byrja að mæta á lyftingaræfingar, þegar það var orðið að rútínu þá fjölgaði ég tímunum sem ég mætti á æfingar og svo koll af kolli. Tvö önnur skammtíma markmið sem fylgdi því að ná langtíma markmiði mínu var að laga mataræðið mitt og kollinn.“

Salvör segir að erfiðasti hlutinn af lífstílsbreytingunni hafi verið að taka til í hausnum.

„Það hefur tekið lengstan tíma og ég er ennþá í dag að vinna í honum. Til þess að laga þankaganginn þá skoðaði ég og las mig til um innblástur og hvata. Ég legg það í vana að kíkja á jákvæðan innblástur á hverjum einasta degi og deili því á Instagram til þess að veita öðrum hvatningu. Ég byrjaði á því að hafa nammidaga á laugardögum þar sem áður fyrr var nammidagur alla daga hjá mér. Ég passaði mig á því að borða næringarríkan mat þar sem líkaminn hefur ekkert við ruslfæði að gera.“

Mikilvægt að geta hlegið að sjálfum sér

Í dag hefur Salvör einu sinni tekið þátt í módel fitness og stefnir hún á sitt annað mót.

„Ég er í einkaþjálfun hjá Konráði Val Gíslasyni og treysti ég ekki neinum öðrum í það verkefni með mér nema honum. Hann er æði. Það er alls ekki auðvelt að skipta um lífsstíl en það er samt besta ákvörðun sem ég hef tekið og er mitt haldreipi á erfiðum stundum.“

Salvör hvetur alla sem vilja bæta lífsstíl sinn til þess að búa sér til raunhæf en krefjandi markmið og að gefast ekki upp þó að á móti blási.

„Það þarf að leyfa sér að eiga góða og slæma daga en umfram allt þarf maður að passa sig að taka sjálfan sig ekki allt of hátíðlega og geta hlegið að sjálfum sér.“

Hægt er að fylgjast með daglegri hvatningu Salvarar á Instagram undir notandanafninu: salvoreythors9

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta ímyndar sér leikmenn Arsenal að lyfta titlinum eftir rúma viku

Arteta ímyndar sér leikmenn Arsenal að lyfta titlinum eftir rúma viku
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Missir Klopp af sínum síðasta leik sem stjóri Liverpool?

Missir Klopp af sínum síðasta leik sem stjóri Liverpool?
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirvöld á helstu partýeyjum Spánar lýsa yfir stríði gegn ofdrykkju og næturbrölti ferðamanna

Yfirvöld á helstu partýeyjum Spánar lýsa yfir stríði gegn ofdrykkju og næturbrölti ferðamanna
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi

Auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mbappe hvergi sjáanlegur í myndatökunni og endalokin nálgast

Mbappe hvergi sjáanlegur í myndatökunni og endalokin nálgast

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.