fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Ítrekuð kynferðisbrot brutu lífsgleði Heiðrúnar: „Misnotkun er misnotkun, ég sé og skil það núna“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 30. maí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Gréta Unnardóttir hefur lent í ítrekuðum kynferðisbrotum í gegnum tíðina. Allir þeir sem á henni brutu voru einstaklingar sem hún þekkti vel og treysti.

„Þeir brutu traustið sem ég bar til þeirra. Þeir brutu lífsgleði mína. Þeir brutu mig,“ segir Heiðrún Gréta í einlægri færslu sinni á Mæður.

„Mér var aldrei nauðgað“

„Mér var aldrei nauðgað. Þeir króuðu mig af inni í tjaldi, tóku mig úr fötunum, snertu líkama minn og þreifuðu á mér með skjálfandi höndum. En þeir nauðguðu mér ekki. Hann kom alltaf nakinn til dyra, horfði á mig og hló að mér. Tróð sér framan í mig og nuddaði sér upp að mér. Króaði mig af úti í horni og setti litlu hendurnar mínar á sig. En hann nauðgaði mér ekki. Hann hélt ég væri sofandi og renndi höndunum yfir líkama minn. En hann nauðgaði mér ekki.“

Heiðrún Gréta segir þá hugsun að þessir menn hafi ekki nauðgað henni vera ranga.

„Þó svo að þeir hafi ekki nauðgað mér þá brutu þeir á mér. Misnotkun er misnotkun, ég sé og skil það núna. Ég vildi að ég gæti sagt litlu mér að koma fram og standa upp fyrir sjálfri mér. Ég veit betur í dag, núna veit ég að þetta er eitthvað sem ég bauð ekki uppá. Þetta er ekki mér að kenna, ég er ekki vandamálið.“

Enginn skömm í því að leita sér aðstoðar

„Kynferðisleg áreitni er kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt.“

Heiðrún Gréta segir að tilkynnt hafi verið um 126 nauðganir árið 2015 sem sé 40% hækkun miðað við síðustu ár.

„Af þessari prósentu eru alltof margir sem tilkynntu ekki. Of margir hafa lent í áreiti án þess að leita sér hjálpar. Stígamót og Bjarkarhlíð eru samtök sem sérhæfa sig í að styðja við og styrkja þolendur ofbeldis. Ekki gera eins og ég, ekki sjá eftir því að hafa ekki gert neitt fyrr. Það er engin skömm í því að leita sér aðstoðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.