fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Ragnhildur Birna: „Fólk sem hefur lent í áfalli og festist í áfallaviðbragðinu á erfitt með að einbeita sér, hemja hvatvísi og hugsa raunsætt“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 3. maí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Birna Hauksdóttir, ráðgjafi á Lausninni, segir að sjálfsbjargarhamur sé það ástand þegar líkami og hugur fer í viðbragð við umhverfi sínu. Líkaminn fer í viðbrögðin berjast, flýja eða frjósa.

„En hvað gerist þegar fólk hreinlega festist í þannig ham til lengri tíma? Þegar fólk upplifir að því sé ógnað, það hefur lent í reynslu sem veldur áfalli og hefur á einhvern hátt fests í áfallaviðbragðinu þá er það í raun fast í sjálfsbjargarham,“ segir Ragnhildur Birna.

Ragnhildur Birna

„Þegar það gerist missir einstaklingurinn tímabundna færni til að leysa flókin mál, einbeita sér til lengri tíma, hemja hvatvísi, hugsa raunsætt og hafa seiglu til að vega og meta þau krefjandi verkefni sem mæta honum.“

Ragnhildur segir að slíkt ástand einstaklings til lengri tíma hafi áhrif á aðra nálægt honum.

„Þessi fyrrgreindu viðbrögð sem fylgja þessu ástandi eru þó mismunandi. Flestir upplifa að fara í einhver slík viðbrögð einhvern tíma á ævinni, sumir í skamma stund og aðrir fara að tengja þessa líðan sem hluta að persónuleika þeirra.“

Einkenni einstaklinga í sjálfsbjargarham:

Hvernig geta einkennin til dæmis verið hjá einstaklingi sem er fastur í því að berjast ?
Hann rífst, hann berst, hann sér ekki alltaf afleiðingar gjörða sinna, kennir öðrum um hegðun sína og hefur tilhneigingu til að sjá hegðun annarra oftar sem ógnun við sjálfan sig en tilefni er til. Þær tilfinningar sem eru oft ríkjandi hjá slíkum einstaklingum er reiði, pirringur og óþolinmæði.

Hvað með þá sem festast í hjálparleysi (að frjósa) ? Þeir draga sig í hlé, upplifa að þeir geti ekki tjáð sig í krefjandi aðstæðum, upplifa tilfinningalega flatneskju og eiga erfitt með að tengjast þörfum sínum og einnig að tengjast öðrum. Þessir einstaklingar upplifa hjálparleysi í aðstæðum og finna oft fyrir skömm og þunglyndi og kvíða.

Þeir sem festast í því viðbragði að þeir vilja stöðugt flýja eru oft fastir í miklum ótta, kvíða og áhyggjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fundurinn í London gekk ekki vel

Fundurinn í London gekk ekki vel
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.