fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Álfheiður og Eva sögðu upp vinnunni og ferðast með börnin: „Lífið er stutt og við ætlum að njóta þess saman“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 24. maí 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álfheiður Björk Sæberg og Eva Dögg Jafetsdóttir tóku ákvörðun um það á dögunum að segja upp starfi sínu og leggja land undir fót með börnunum sínum tveimur. Í lok júní mun fjölskyldan því ferðast til Taílands og dvelja þar í mánuð áður en þau halda för sinni áfram um heiminn.

„Í október á síðasta ári fékk ég þá flugu í höfuðið að það væri gaman að gera eitthvað nýtt og spennandi. Ég viðraði hugmyndina við Evu um að við myndum hætta í vinunum okkar og fara að ferðast í nokkra mánuði,“ segir Álfheiður í viðtali við Bleikt.

Hafa verið duglegar að ferðast og njóta sín

Börn Álfheiðar og Evu eru fjögurra og tveggja ára gömul og verður ævintýrið því mikið fyrir fjölskylduna.

„Við störfum báðar sem þroskaþjálfar og höfum verið mjög duglegar að ferðast og njóta þess að vera saman sem fjölskylda. Eva þyrfti því ekki meiri sannfæringu en svo að samdægurs vorum við farnar að skipuleggja og skoða áhugaverða staði sem og lesa okkur til um fjölskyldur sem hafa gert slíkt hið sama.“

Árið 2011 fóru Álfheiður og Eva í brúðkaupsferð til Taílands og heilluðust af landi og þjóð. Fannst þeim því tilvalið að hefja fjölskylduferðina þar.

„Upp hófst mikil skipulagning og þankahríð hvert við vildum fara og hvað við vildum gera. Umfram allt veltum við því fyrir okkur hvað við myndum vilja fá út úr þessu ævintýri. Okkur fannst tilvalið að nýta síðasta árið áður en Sindri Sæberg fer í skóla. Við lögðum upp með fjórar megin áherslur sem við ætlum að hafa til hliðsjónar í ferðinni en þær eru; Menning, lærdómur, skemmtun og samvera.“

Álfheiður segir skipulagningu svona stórrar reisu krefjast mikils og að aðal málið sé að fá ekki bakþanka yfir öllu umfanginu.

„Það hafa alveg komið nokkur augnablik þar sem við höfum staldrað við og hugsað hvort þetta sé eitthvað sem við getum virkilega gert. En svo sannarlega er þetta eitthvað sem við getum og ætlum okkur.“

Ýmislegt sem þarf að hafa í huga fyrir hinsegin fjölskyldu

Þegar kom að því að velja áfangastaðina skoðuðu Álfheiður og Eva mikið og lásu um löndin.

„Það er ýmislegt sem við þurfum að hafa í huga verandi tvær konur með börn eða svokölluð hinsegin fjölskylda. Við þurfum að skoða vel og vandlega hvernig hvert land tekur okkur og þær hættur sem kunna að skapast einungis út frá þessari staðreynd. Öryggi okkar og sérstaklega barnanna okkar eru að sjálfsögðu í forgangi. Að ferðast með tvö ung börn á eftir að vera erfitt og mikil áskorun en við hlökkum til að takast á við þetta.“

Álfheiður segir að kostnaðurinn verði að sjálfsögðu erfiður en að það verði önnur skemmtileg áskorun að takast á við.

„Við höfum nú þegar bókað nokkur flug á milli landa en þar liggur yfirleitt mesti kostnaðurinn. Við höfum náð að leggja eitthvað fyrir og erum að vinna í því að selja búslóðina okkar. Jafnframt munum við leigja út íbúðina okkar í Breiðholtinu.“

Þann 26. júní næstkomandi mun fjölskyldan leggja land undir fór og halda af stað í heimsreisu sína.

„Við gistum eina nótt í London og tökum svo næturflug til Bangkok. Við ætlum að vera í Taílandi í mánuð og ferðast meðal annars um norður Taíland. Í framhaldi förum við svo til Víetnam, Japan, Filippseyja, Kambódíu, aftur til Taílands, Singapúr og svo er planið að vera á Balí um jól og áramót. Lengra höfum við ekki skipulagt og ekki heldur nákvæmlega hvað við gerum í hverju landi enda skemmtilegast að vera sveigjanlegar og opnar fyrir tækifærunum í lífinu. Lífið er stutt og við ætlum að njóta þess saman.“

Hægt er að fylgjast með ævintýri fjölskyldunnar og undirbúningi á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: worldtravelmoms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu
433
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku