fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Saga fékk niðrandi skilaboð þegar stjúpdóttir hennar kallaði hana mamma: „Viltu ekki taka það fram að þú eigir ekkert í þessu barni?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 23. maí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Dröfn Haraldsdóttir fékk mikið af skilaboðum frá fylgjendum sínum sem blöskraði þegar hún setti inn myndir og myndbönd af stjúpdóttur sinni á Snapchat.

„Fólki blöskraði aðallega af því að hún var að kalla mig mömmu. Í kjölfarið fékk ég helling af skilaboðum,“ segir Saga í færslu sinni á Mæður.

Vill sýna fólki hið raunverulega hlutverk stjúpforeldris

Saga velti því fyrir sér í dágóðan tíma hvort hún ætti að opinbera skilaboðin sem hún fékk send og tók svo ákvörðun um að gera það.

Ástæðan fyrir því að hún ákvað að skrifa niður og opinbera skilaboðin var sú að hún vildi sýna fólki hinn raunverulega heim stjúpforeldris.

„Mig langar að sýna þeim sem voru að senda mér niðrandi hluti um stjúptitilinn hvernig það [hlutverk] er.“

Hluti af þeim niðrandi skilaboðum sem bárust Sögu má lesa hér fyrir neðan:

Samtal:

„Kallar hún þig mömmu?“

Saga svarar: Já

„Frekar skrítið“

Saga svarar: Hún á líka stjúppabba sem hún kallar pabba

„Það er allt annað“

 Önnur skilaboð:

„Viltu ekki taka það fram að þú eigir ekkert í þessu barni?“

„Finnst frekar asnalegt að hún kalli þig mömmu þegar þú ert það ekki“

,,Svo lengi sem mamman er í myndinni á barnið bara eina mömmu”

,,Það er ekki eins og þetta sé erfitt, þú ert bara stjúpmamman”

Innsýn í líf stjúpmóður

Saga ákvað í kjölfarið að veita innsýn í líf hennar sem „bara“ stjúpmamma.

„Fyrir nokkru síðan flutti stjúpdóttir mín til okkar þegar ég var nýbúin að eiga yngri dótturina. Ég vek báðar stelpurnar, skipti á þeim báðum, labba með þær í leikskólann og sæki stjúpdóttir mína á leikskólann. Ég baða þær, gef þeim að borða, klæði þær og kyssi á báttinn. Þegar ég hef lausan tíma yfir daginn nota ég hann í að ganga frá og þvo þvott. Þegar stjúpdóttir mín varð veik, vakti ég með henni á næturnar. Huggaði hana og reyndi allt sem ég gat til þess að reyna að láta henni líða aðeins betur. Núna stöndum við saman í klósett æfingum sem ganga betur með hverjum degi. Ég er stór partur af lífi barnsins, ég er einhver sem hún treystir á . Ég er uppeldisaðili í lífi hennar og ég er „bara“ stjúpan.“

Tók skilaboðin nærri sér

Þegar Sögu bárust þessi leiðinlegu skilaboð fyrst tók hún þau mjög nærri sér.

„Ég tók þau inn á mig vegna þess að ég geri nákvæmlega sömu hluti fyrir stjúpdóttur mína og dóttur mína. Ég hef og mun aldrei gera upp á milli stelpnanna minna, stjúp eða ekki þær verða alltaf dætur mínar.“

Saga segist muna vel eftir því þegar stjúpdóttir hennar kallaði hana mamma í fyrsta skiptið.

„Við höfðum ekki þvingað hana til þess eða ýtt henni út i það, heldur ákvað hún alveg sjálf að hún ætti tvær mömmur. Hversu æðislegt er það? Ég réði ekki við mig og tárin byrjuðu að leka. Að henni skuli hafa liðið þetta vel í kringum mig. Þegar ég tók við þessu hlutverki vissi ég ekkert í hvað ég var að koma mér í, ég var aldrei og mun aldrei reyna stíga í stað neins. Barnið fékk að velja og hún valdi.“

Hægt er að fylgjast með Sögu á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: sagaharalds

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun