fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Bylgja Babýlons um túrtappa sem lúxusvöru: „Blóði drifin slóð myndi liggja í gegnum mjólkurkælinn í Bónus, upp allan Laugaveginn og innan um dyrnar á Hallgrímskirkju“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 22. maí 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bylgja Babýlons sem situr í 12 sæti á lista Kvennahreyfingarinnar greindi frá því í Morgunblaðinu í dag að nýlega hafi hún setið á kaffihúsi með vini sínum og átt innilegar samræður um túr.

„Vinur minn þessi varð hálfvandræðalegur og í fyrstu hélt ég að ég væri að ganga fram af honum, en hann lækkaði róminn bara og spurði hvort hann mætti spyrja mig að svolitlu.“

Sagt að honum kæmi þetta ekki við

Upphófst þá samtal á milli Bylgju og vinar hennar sem hún mun seint gleyma.

„Hann útskýrði fyrir mér að þegar hann var lítill hafi eldri systir hans og móðir verið að pískra inni í stofu. Hann heyrði hluta af samtalinu og náði því að systir hans væri byrjuð á blæðingum og móðir þeirra væri að gefa henni leiðbeiningar. Hann hafði töluverðar áhyggjur af velferð systur sinnar og ákvað að lokum að spyrja móður sína út í þetta dularfulla fyrirbæri sem blæðingar væru og bara konur upplifðu. En honum var sagt að þetta kæmi honum ekki við.“

Bylgja telur víst að móðir hans hafi ekki talið þetta málefni snerta hann nokkurn tíma á lífsleiðinni og því þyrfti hann ekki upplýsingar um þetta háleynilega konutengda dót.

Konur eiga að halda í sér túrblóðinu

„Svo þarna sátum við á kaffihúsi, ég og vinur minn, bæði um þrítugt og hann spurði mig spjörunum úr.“

Árið 2016 komst hinn þá 19 ára Ryan Williams í heimsfréttirnar eftir að hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum um þá skoðun sína að túrtappar ættu að sjálfsögðu að vera skattlagðir eins og önnur lúxusvara og að konur ættu bara að halda í sér túrblóðinu þar til þær kæmust á klósett, rétt eins og hann gerði þegar hann þyrfti að pissa.

Bylgja segir Internetið hafa hlegið góðlátlega að þessum unga manni og bent honum á það að kynna sér líffræði.

Kynfræðslan greinilega farið úrskeiðis

„En síðan fóru konur að deila sögur af mönnum, alvöru mönnum (sumir voru meira að segja íslenskir!) sem höfðu staðið í þeirri meiningu að konur væru fullfærar um að halda bara í sér þegar þær væru á túr. Hér hefur augljóslega eitthvað farið gríðarlega úrskeiðis í kynfræðslunni.“

Bylgja segist muna eftir því að hafa setið undir fyrirlestri um ótímabært sáðlát og fengið allskyns upplýsingar um punginn, morgunbóner og hversu mikilvægt það sé að halda forhúðinni hreinni.

„Síðan var okkur sýnd teiknuð mynd af innri kynfærum kvenna og bent á hvaðan eggin og blóðið kæmi. Búið.“

Bylgja telur víst að heilu kynslóðirnar skilji ekki hvernig kvenlíkaminn virkar og að þær kynslóðir hafi í fáfræði sinni ákveðið að nauðsynjavörur skuli skattlagðar sem lúxusvara.

„Konur skuli greiða samfélaginu fyrir þessa ónáttúru sem á sér mánaðarlega stað, allt annað færi fásinna. Margur karlinn hefur jafnan gripið til þess ráðs að nefna það að rakvélar hans séu líka skattlagðar, dirfist einhver konan að mótmæla.“

Blóði drifin slóð um allt

Greinir Bylgja frá því að ef karlmenn sleppa því að raka sig, þá muni þeim vaxa skegg.  En ef konur sleppi því að vera með dömubindi eða túrtappa blæði þeim gegnum buxurnar.

„Blóðið smitast þá í öll þau húsgögn sem hún kemst í færi við og ef við getum okkur það að ef allar konur myndu sleppa töppum og bindum liði ekki á löngu þar til flest almenningssæti væru orðin blóði drifin. Öll sæti á kaffihúsum, börum, fundarsölum og í strætóum útötuð í túrblóði. Blóði drifin slóð myndi liggja í gegnum mjólkurkælinn í Bónus, upp allan Laugaveginn og innan um dyrnar á Hallgrímskirkju. Enginn staður væri öruggur. Ekki einu sinni Alþingi. Eftir langan vinnudag er vel hugsanlegt að konur væru farnar að lykta nokkuð óánægjuega, en þá myndu þær bara skella sér á uppáhalds barinn með kallinum sínum. Hann er hvort eð er kominn með svo þykkt og fínt skegg á þessum tímapunkti að hann finnur ekki lyktina af henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.