fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Þessar myndir sýna móðurhlutverkið í sinni réttu mynd

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Miðvikudaginn 16. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn Giedre Gomes birti í tilefni mæðradagsins myndaröð þar sem hún sýnir hina hlið móðurhlutverksins. Oft eru elskandi mæður gjarnar á að birta myndir af börnum sínum á samfélagsmiðlum sem sýna fallegu og góðu stundirnar í uppeldinu er Gomes langaði að sýna raunsærri mynd. Fékk hún til liðs við sig vinkonur sínar og börn þeirra og er útkoman vægast sagt skemmtileg.  

,,Allir tala um hve móðurhlutverkið sé einstakt, hve tengslin milli móður og barns séu ólík nokkru öðru og þetta sé töfrandi ferli sem er fyrst og fremst gefandi. Ég er mjög sammála því, ég dýrka að vera móðir og finnst það vera besta starf í heiminum. Ég er móðir tveggja drengja og elska þá svo innilega, en þetta er ekki alltaf bara regnbogar og fiðrildi” skrifar Giedre og birtir meðfylgjandi myndir sem hún segir sýna réttari mynd af degi í lífi móður.

Stundum er erfitt að muna hvenær maður fékk síðast að vera einn á klósettinu.

 

Stundum er maður í hlutverki hjúkkunnar og stundum þarf maður að þurrka horið með bolnum sínum.

 

Þú getur aldrei hringt þig inn veika frá móðurhlutverkinu.

 

Mæður læra snemma að elda með annarri hendi.

 

Óvænt spörk í andlitið er eitthvað sem þarf að venjast.

 

Það getur verið erfitt að reyna að sturta sig í friði.

 

Stundum er allt sem þú þráir að fá bara að skoða símann og fá þér vínsopa í friði.

 

Þig hefði aldrei getað grunað hve mikill þvotturinn yrði.

 

Maður verður fljótt fær í að gefa brjóst á hinum ólíklegustu stöðum.

 

Njóttu hvíldarinnar því hún mun vara stutt, þau munu finna þig.

 

Stundum ertu líka skemmtikrafturinn.

 

Þú færð kannski aldrei frí en samt er þetta besta starf sem þú gætir ímyndað þér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Guðmundur H. Garðarsson er látinn

Guðmundur H. Garðarsson er látinn
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar