fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Elvis yfirgefur bygginguna: „Það tekur hann 2-3 skipti að velta fyrir sér læsingunum áður en hann kemst út“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 14. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvis er átta ára gamall heimilisköttur sem býr hjá eigendum sínum á Kjalarnesi. Elvis er virkilega fjörugur og uppátækja samur köttur en þegar hann var 2 ára gamall lærði hann að opna glugga sjálfur.

„Við fengum hann þegar við bjuggum á Egilsstöðum þá var hann átta vikna gamall. Honum hafði verið skilað af annarri fjölskyldu þar sem hann þótti of fjörugur,“ segir eigandi Elvis og hlær.

Eins og fyrr sagði, lærði Elvis að opna glugga þegar hann var tveggja ára gamall og lætur hann ekkert stoppa sig í því að komast leiðar sinnar.

Hjónin bentu á hvort annað

„Í fyrsta skiptið sem þetta gerðist vorum við að koma heim af næturvakt einn morguninn og Elvis var úti. Þetta gerðist svo í nokkur skipti áður en við áttuðum okkur á því hvað var í gangi.“

Hjónin höfðu bæði haldið því fram að annað hvort þeirra hefði gleymt að loka glugganum fyrir nóttina en kettirnir þeirra fá ekki að vera úti á nóttunni.

„Þessi týpa af glugga sem við erum með núna er þriðja tegundin af gluggum sem hann lærir að opna. Við höfum alltaf sett krækjur en hann er búinn að læra að losa þær líka.“

Báðir kettirnir miklir verkfræðingar

Eigandi Elvis segir hann algjöran dekurkall en að í honum blundi þó örlítill villiköttur.

„Svona þegar það hentar honum. Hann er skuggalega klár, það tekur hann um 2-3 skipti að velta fyrir sér læsingunum og prófa sig áfram áður en hann kemst út. Hann á kisubróður sem er ellefu ára og sá opnar skúffur og skápa svo það er mikill verkfræðingur í þeim báðum þó sá eldri nenni ekki að standa í því að opna gluggana.“

Meðylgjandi myndband er af Elvis opna glugga og yfirgefa bygginguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum