fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

10 yfirmenn sem þú kannast við

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 14. maí 2018 22:30

Einn frægasti yfirmaður í heimi, Bill Lumbergh úr Office Space.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið er framundan, þá fara margir í sumarfrí og sleppa undan yfirmanninum á meðan aðrir taka sér frí úr skóla til þess að vinna grimmt yfir sumartímann. Öll höfum við haft yfirmann á vinnustað, iðulega er þetta einhver eldri en maður sjálfur sem sér um að leiðbeina manni, á að vera með yfirsýn yfir það sem gerist á vinnustaðnum og er sá sem tekur við símtalinu um að maður sé skyndilega veikur á sunnudegi. Breska dagblaðið Metro tók saman lista yfir nokkra yfirmenn, það er nánast alveg bókað að flestir ef ekki allir kannist ekki við einn af þessum yfirmönnum:

  1. Þessi smámunasami

„Gerir þú þetta svona? Nei, það er ekki gott, gerðu þetta svona,“ segir þessi yfirmaður um eitthvað sem skiptir gjörsamlega engu máli og breytir engu. Þessi smámunasami kemur iðulega til þín og messar þegar þú eða einhver annar er búinn að gera eitthvað „vitlaust“. Alveg líklegur til að boða til starfsmannafundar til að sýna öllum hvernig á hefta saman blöð.

  1. Þessi freðni

Hann þarf ekki að vera grasreykjandi til að vera alltaf freðinn í hausnum, hann/hún/hán er kannski bara þannig. Þú skilur ekkert hvernig þessi freðni fékk vinnuna og flettir til öryggis upp í Íslendingabók til að athuga með skyldleika við eigandann. Þessi freðni veit ekkert hvað er í gangi en kemur samt með eitthvað taut ef þú mætir of seint.

  1. Þessi seini

Þessi seini þarf ekki endilega að vera yfirmaður, maður bara tekur oftar eftir því þar sem að viðkomandi á að vera stjórnandi. Þessi seini fór alltaf of seint að sofa, er oft í sömu fötum og í gær því það var ekki tími til að finna eitthvað nýtt. Ef það er boðað til fundar þarf iðulega að finna þennan seina, draga hann úr símanum eða fá hann til að hætta að hanga úti að kjafta.

  1. Þessi taktlausi

Sumir eru bara taktlausir og fara að tala um herförina við þýska ferðamenn eða spyrja upp úr þurru hvort samkynhneigði starfsmaðurinn gæti hugsað sér að byrja með konu sem liti út eins og karlmaður. Þetta er ekkert illa meint, bara taktlaust.

  1. Þessi tilfinningaríki

Það er stutt milli gráts og gleði hjá sumum. Þegar það er yfirmaðurinn þá smitar það iðulega út frá sér og allur vinnudagurinn verður ýmist frábær eða skelfilegur bara eftir því hvernig tilfinningaríki yfirmaðurinn er í skapinu þann daginn.

  1. Fíflið

Þegar einhver segir þér af fyrra bragði að ein #MeToo-sagan sé um sig þá er ráð að forða sér. Fíflið talar um klæðnað starfsmanna og bullar um þeirra einkalíf. Árið 1950 hringdi, vill fá þig aftur.

  1. Fanturinn

Þér á ekki að líða illa í vinnunni. Fanturinn er ekki sammála. Fanturinn tekur einn fyrir, bendir og móðgar. Ef fanturinn hefði fæðst 90 árum fyrr hefði hann líklegast verið hengdur í Nurnberg.

  1. Þessi glaði

Þú ert frábær, lati starfsmaðurinn er líka frábær, sólskin er frábært, rigning er frábær, snjókoma í júlí er frábært. Það er allt glimmergubbandi frábært. Frábær yfirmaður fyrir glaða starfsmenn, fer sjúklega í taugarnar á bitru og alvörugefnum starfsmönnum.

  1. Vinnualkinn

Það er enginn vinnudagur hjá vinnualkanum, vinnan er lífið. Vinnualkinn hringir í þig á laugardagskvöldum og talar við þig um vinnuna. Líka á nóttunni. Vinnualkinn skilur ekki hvers vegna þú vilt ekki vinna um helgina, frí þýðir meiri vinna.

  1. Snillingurinn

Allir framangreindir yfirmenn geta verið snillingurinn, en það eru til yfirmenn sem eru bara snillingar og ekkert annað. Snillingurinn getur gengið í öll störf í fyrirtækinu hvenær sem er, leyfir þér að blómstra, leiðbeinir þér og er annt um þig. Slíkir yfirmenn eru ekki sjálfgefnir, mundu það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.