fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Vignir fann flöskuskeyti í Noregi – Komst að skemmtilegri tilviljun

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. maí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn síðasta var Vignir Arnarsson, sem er búsettur í Farstad í Noregi, ásamt fjölskyldu sinni að hreinsa rusl á lítilli eyju þegar þau fundu flöskuskeyti.

Þegar flaskan var opnuð og miðinn lesinn kom í ljós að flöskuskeytið var frá Íslandi, en það var sent af stað 7. ágúst 2016. Á miðanum stendur:

„Halló við erum 3 stelpur frá Íslandi. Ef þú finnur þetta flöskuskeyti hringdu í síma: 6591049 eða 6955377 eða 8670782 farðu á Litlabæ það er í Skötufirði. Það er á Vestfjörðum. Sendið endilega tölvupóst í siggaogbubbi@gmail.com Á Litlabæ eru bestu vöfflur í heimi. Það opnar í maí og lokar í september frá 10-17 bless bless.“

Vignir hafði samband við þær sem sendu flöskuskeytið af stað og voru þær auðvitað himinlifandi yfir að flöskuskeytið hefði skilað sér.

Því miður er ekki til mynd af frænkunum þremur þegar þær sendu flöskuskeytið af stað, en hér eru þær á nýlegri mynd: Unnur Hafdís, Hafdís Ólöf og Hulda Sigríður.

Það að finnandinn hafi verið íslenskur er þó ekki eina skemmtilega tilviljunin.

„Þetta er líka svo skemmtileg tilviljun af því við vorum með Vigni og Katrínu konu hans á foreldranámskeiði þegar ég var ólétt af dóttur minni,“ segir Ástrún Jakobsdóttir, móðir Unnar Hafdísar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.