fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Barnsfaðir Dagnýjar er siðblindur: „Ég þóttist vera sofandi meðan hann kláraði sig af“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 30. apríl 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona sem ekki treystir sér til þess að koma fram undir nafni hefur ákveðið að segja frá sinni reynslu af því að hafa átt í sambandi við mann sem greindur er með siðblindu.

Konan, sem hér er kölluð Dagný, kynntist fyrrverandi maka sínum í gegnum sameiginlega vinkonu. Í dag á hún með honum eitt barn og þarf hún því að eiga í stöðugum samskiptum við hann gegn sínum vilja.

„Ég vissi ekki að hann væri siðblindur þegar við kynntumst en það var fljótt að koma í ljós. Það voru allskyns vísbendingar og smávægilegar aðvaranir sem hefðu átt að vara mig við en þær stuðuðu mig ekki á þeim tíma,“ segir Dagný í viðtali við blaðamann.

Hann var hinn fullkomni maður

Dagný hafði einungis þekkt manninn í nokkra mánuði þegar þau hófu sambúð.

„Við vorum saman í fjögur allt of löng ár og eignuðumst eitt barn saman. Sambandið byrjaði vel og hann var hinn fullkomni maður. Gaf mér sífellt gjafir og lét rigna yfir mig gullhömrum. Það fór fyrst að halla undan fæti þegar við höfðum verið saman í nokkra mánuði.“

Segir Dagný sem greinir frá því að ofbeldið hafi byrjað á því að hann hafi kallað hana öllum illum nöfnum ef hlutirnir voru ekki nákvæmlega eins og honum hentaði.

„Hann átti sér þvílíkt einkalíf, sem kom mér ekki við samkvæmt honum. Á meðan mátti ég ekki eiga neina vini. Hann náði af mikilli kúnst að hrekja alla vini mína á brott, í einu tilfelli gekk hann það langt að fara og hitta einn vin minn og hóta honum. Ég var algjörlega ein og var orðin hálfgerð skel af sjálfri mér. Ég sat og stóð eins og honum hentaði.“

Tók hana hálstaki

Dagný segir að í upphafi hafi hann einungis hótað líkamlegu ofbeldi til þess að hræða hana en að þegar örlítið lengra leið inn í sambandið hafi hann farið að brjóta á henni svo á sást.

„Hann byrjaði á því að brjóta hluti sem ég átti og hótaði mér því að brjóta enn þá stærri og dýrari hluti. Svo tók hann mig hálstaki sem var að hans sögn gert í gríni. Þegar hann var í vondu skapi fór hann að klípa mig svo fast í upphandleggi að ég varð marin. Ef upp komu rifrildi þá var það alltaf mér að kenna, ég bauð upp á það og var að storka honum. Svo átti allt að vera í lagi af því að hann var búinn að fyrirgefa mér.“

Skömmin yfirtók líf Dagnýjar og þorði hún ekki að segja neinum frá því sem virkilega gekk á.

„Hann var algjör sjarmur og gat leikið sig sem hvítþveginn engil. Sú eina sem sá í gegnum hann var móðir mín en þegar hún reyndi að ræða við mig þá hafði ég alltaf nóg af afsökunum. Ég hafði verið að espa hann upp, ég væri sí nöldrandi og að hann væri einungis að reyna að gera það besta fyrir mig.“

Misnotaði hana með barnið sofandi hliðina á henni

Dagný varð ólétt að þeirra fyrsta barni og segir hún að ofbeldið sem hann hafi beitt hana á meðgöngunni sé óafsakanlegt með öllu.

„Á þeim tíma sá ég ekkert að því þar sem hann hafði plantað því inn í hausinn á mér að svona ættu sambönd að vera. En andlega ofbeldið og hvernig hann talaði niður til mín alla meðgönguna var óafsakanlegt. Þannig gekk þetta á í þessi ár sem við vorum saman. Undir endann var ég farin að sjá algjörlega í gegnum hann og í raun og veru var ég farin að hata hann. Það eina sem hélt mér gangandi var barnið mitt. Eftir að barnið fæddist svaf hann alltaf frammi í sófa af því að hann vildi ekki þurfa að vakna við barnið. Þegar hann kom heim á kvöldin, seint og síðar meir þá laumaðist hann inn til mín þar sem ég lá sofandi með barninu okkar. Hann lagðist hjá mér þar sem ég sneri baki í hann og þóttist vera sofandi á meðan hann gerði sitt og kláraði sig af. Svo fór hann bara fram í sófa að sofa.“

Dagný gerði nokkrar tilraunir til þess að henda honum út af heimilinu á þeim tíma sem þau voru saman en hann fór aldrei.

„Undir endann beitti hann mig líkamlegu ofbeldi, oft á tíðum mjög grófu. Svo loksins kom dagurinn þar sem hann sagði að við ættum að hætta saman. Það var ekki fyrr en þá sem ég áttaði mig á því hversu þungu fargi var af mér létt, fargi sem ég í raun og veru hafði aldrei áttað mig á að ég bæri.“

Hélt hún gæti breytt honum

Enn þann dag í dag neyðist Dagný til þess að vera í samskiptum við barnsföður sinn vegna barnsins.

„Þau samskipti valda mér stanslausum kvíða og þó ég sé hætt að vera meðvirk með honum þá vildi ég óska þess að ég þyrfti ekkert við hann að tala né hitta.“

Dagný segir að hún hafi áttað sig á því að hann væri siðblindur vegna hegðunar hans, gervisjarma og talsmáta.

„Ég reyndi að hjálpa honum. Ég hélt virkilega í sakleysi mínu að ég gæti breytt honum en hann eitraði allt í kringum sig og gerir enn. Ég hef alltaf staðið algjörlega ein þegar kemur að barninu okkar og þetta hefur verið ógeðslega erfitt. Hann þurfti líka alltaf að eiga hugmyndirnar að öllu, þannig að það var ekki fyrr en hann ákvað að við skyldum hætta saman sem hann loksins fór og þá leið mér miklu betur.“

Lítið hægt að hjálpa siðblindum þrátt fyrir greiningu

Dagný segir að í dag sé staðan hennar allt önnur.

„Ég á yndislegt barn og yndislegan maka. Það tók hann langan tíma að sýna mér að sambönd eins og ég átti fyrir væri ekki eðlilegt. Ég vissi ekki að fólk gæti verið svona hamingjusamt og ástfangið eins og við erum í dag.“

Dagný segir að fólk sem lendir í klóm siðblinds einstaklings þurfi að passa sig á því að áfellast ekki sjálft sig.

„Persónutöfrarnir sem þeir hafa kennt sér eru ótrúlega heillandi áður en maður veit betur. Ekki eyða orku þinni og góðvild í fólk sem myndi aldrei nokkurn tíma gefa þér það sama til baka. Af minni reynslu þá er voðalega lítið hægt að gera fyrir fólk sem er siðblint því það sér sjaldnast eitthvað að hjá sér. Þau líta þannig á að það sé alltaf eitthvað að hjá öllum öðrum. Í mínu tilfelli fékk hann greiningu á siðblindu og veit hann því af því sjálfur að hann sé með það. En það er ekki nóg að átta sig á því, þau vilja sjaldnast gera eitthvað í því. Margir hafa meira að segja lúmskt gaman að því að vera svona því þau geta níðst á öðrum og látið fólk gera nákvæmlega allt sem þau biðja um.“

Samkvæmt Robert D. Hare eru þetta algengustu einkenni siðblindu:

  • Tungulipurð og yfirborðskenndir persónutöfrar
  • Stórmennskuhugmyndir um eigið ágæti
  • Skortur á eftirsjá eða sektarkennd
  • Skortur á samhygð
  • Svikulir og stjórnsamir / drottnunargjarnir
  • Yfirborðskennt tilfinningalíf
  • Hvatvísi
  • Léleg sjálfsstjórn
  • Spennufíkn
  • Ábyrgðarleysi
  • Hegðunarvandi í æsku
  • Andfélagsleg hegðun á fullorðinsaldri

Hægt er að lesa nánar um einkennin á síðunni sidblinda.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.