fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

7 einföld ráð til þess að halda eldhúsinu alltaf hreinu

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 30. apríl 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á flestum heimilum er eldhúsið einn af þeim stöðum sem hvað erfiðast er að halda hreinu allan daginn. Þangað inn fara allir fjölskyldumeðlimir og nota eitthvað á hverjum einasta degi. Þar er líka eldaður kvöldmaturinn með viðeigandi sósuslettum og notkun á áhöldum.

Marie Kondo, höfundur bókarinnar The Life-Changing Magix of Tidying Up, sem er að slá í gegn þessa dagana, setti saman 7 ráð sem eiga að hjálpa fólki að halda eldhúsinu hreinu öllum stundum.

  1. Ekki hafa neitt á eldhúsbekknum

Þetta hljómar kannski mjög erfitt en blandarinn þinn, sykurskálin, kaffivélin og aðrir hlutir sem þið eruð vön að geyma uppi á eldhúsbekknum taka bæði pláss og safna á sig olíu og önnur óhreinindi. Þurrkið vel af tækjunum ykkar og geymið þau inni í skáp eða hillu. Já, líka þá hluti sem þið notið daglega.

  1. Þurrkið af ofninum, vaskinum og eldhúsbekknum eftir hverja notkun

Að þrífa í eldhúsinu þýðir það að þú þarft að þurrka í burtu alla vatns- eða olíubletti. Ef þú hefur fylgt reglu eitt og það er ekkert á borðinu þá verður skyndilega mikið auðveldara að þurrka reglulega af öllu.

  1. Geymdu uppþvottalöginn, uppþvottaburstann og svampa undir vaskinum

Eftir að þú ert búin að vaska upp, kreistu þá vatnið úr svampinum og geymdu hann undir vaskinum ásamt sápunni, uppþvottabursta og uppþvottahönskum. Þetta gerir það að verkum að eldhúsið lítur út fyrir að vera mikið hreinna.

  1. Geymdu ruslafötuna undir vaskinum

Það er eitthvað óheillandi við það að hafa ruslafötu í miðju eldhúsinu. Jafnvel þær sem eru sérstaklega hannaðar fyrir það. Að geyma ruslið undir vaskinum gerir það að verkum að þú sérð það ekki og þarft þar af leiðandi ekki að hugsa um það. Svo er mjög gott að venja sig á það að fara reglulega út með ruslið svo að eldhúsið lykti ekki.

  1.  Þvoðu og þurrkaðu jafnóðum

Ef þú átt þurrkgrind fyrir uppvaskið, hentu henni þá strax. Hún gerir það of auðveld að stafla uppvaskinu án þess að ganga frá því eftir á. Þegar þú ert búin að vaska upp, þurrkaðu þá hlutina strax og gakktu frá þeim.

  1. Haltu um 30% af ísskápnum þínum tómum

Hefur þú lent í því að hafa ekki pláss fyrir afganga eða vörur sem þú varst að kaupa. Ef þú heldur alltaf nokkrum plássum lausum í ísskápnum þá er auðveldara fyrir þig að finna pláss fyrir afgangana.

  1. Gefðu öllum hlutum í eldhúsinu varanlegt heimili

Þrátt fyrir að það sé freistandi að raða öllu nálægt eldavélinni á meðan þú eldar, til dæmis kryddum og olíu, þá er það ekki góð hugmynd. Þegar þú ert að elda þá á olían það til að slettast á hluti og gera þá skítuga. Ekki nóg með það, þá getur hiti minnkað geymslutíma varanna. Þegar þú ert að elda þá skalt þú ganga frá öllu sem þú notar jafnóðum, þetta gerir það að verkum að þrifin eftir matinn verða auðveldari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.