fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

YouTube Kids lokar á óviðeigandi myndbönd og vonast til að vinna traust foreldra aftur

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir foreldrar hafa nýtt sér þjónustu YouTube Kids frá því það opnaði árið 2015. Það urðu þó margir varir við það að síðan átti við vandamál að stríða er varðaði síu á efni sem komst í gegn.

Síðan var upphaflega hugsuð um fræðslu og skemmtiefni sem hentaði ungum börnum en fljótlega fóru foreldrar að taka eftir því að óviðeigandi efni fór að birtast og voru því margir foreldrar sem hættu að nýta sér þjónustu þeirra.

Mörg myndbönd innihalda uppáhalds persónur ungra barna og sýna óviðeigandi hluti fyrir ung börn

Vegna þessara bresta í síunni ákvað YouTube Kids að breyta forritinu í þeirri von um að vinna traust foreldra aftur og gera síðuna að öruggum stað fyrir ung börn.

Hver og ein fjölskylda er einstök

„Við hjá YouTube Kids trúum því að hver og ein fjölskylda sé einstök svo við höfum unnið hart að því að byggja persónulegt svæði fyrir alla,“ segir James Beser, varaforstjóri YouTube Kids á síðu Popsugar.

„Krakkar elska myndböndin sem mælt er með að horfa á og foreldrar hafa greint okkur frá því að þeir vilji geta gert forritið enn þá persónulegra heldur en það er nú þegar. Við munum því vinna á því allt þetta ár að gera síðuna öflugri og gera sterkari grunn fyrir foreldra til þess að sérsníða síðuna fyrir sitt barn.“

Mikil reiði skapaðist á meðal foreldra þegar upp komst hverskonar myndbönd börnin þeirra komust í á YouTube Kids síðunni

Nú þegar hefur YouTube Kids gefið út þrjár breytingar sem gerðar verða á forritinu:

  1. Foreldrar munu geta valið hvaða stöðvar á YouTube Kids eru öruggar og hverjar ekki.
  2. Foreldrar munu einnig geta handvalið hvaða myndbönd og hvaða rásir þau vilja að séu opin fyrir barnið sitt.
  3. Þrátt fyrir að alltaf hafi verið hægt að loka fyrir leitina á YouTube Kids þá verður leitin nú höfð þannig að ekki er hægt að finna myndbönd sem ekki eru leyfð á Yutube Kids rásunum.

Þeir foreldrar sem enn vilja leyfa börnunum sínum að horfa á YouTube Kids eins og forritið er í dag þurfa þó ekki að hafa áhyggjur því það verður enn þá valmöguleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun