fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Stílhreint og fallegt DIY verkefni Fríðu í eldhúsinu

Fríða B. Sandholt
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég safna ekki mörgum hlutum, en ég er mjög veik fyrir múmín bollum. Mér finnst þeir svo ótrúlega litríkir og fallegir og þeir lífga mikið upp á svarta og hvíta eldhúsið mitt.
Ég var alltaf með þá inni í glerskápnum mínum, en svo þurfti ég að nýta skápinn í annað, svo að ég varð að finna lausn fyrir alla fallegu bollana mína. Ég ákvað að best væri eflaust að hafa þá í eldhúsinu, þar sem ég nota þá mjög mikið, en ég vildi samt sem áður ekki loka þá inni í eldhússkáp.

Ég er með tvær stórar opnar hillur í eldhúsinu sem ég hef aðallega notað fyrir ýmiskonar punt og ákvað að það væri eflaust best að hafa þá þar. En sama hvernig ég raðaði þeim í hillurnar, það kom aldrei nógu vel út. Þá datt okkur hjónum í hug að það kæmi örugglega vel út að setja einhverskonar slá undir hillurnar og hengja þá þar. Við fórum á stúfana og fundum ekki nógu langa stöng, þar sem stöngin þurfti að vera 2 metrar að lengd til að ná alveg veggja á milli.
Í þeim verslunum sem við fórum í var bara hægt að fá nokkrar styttri stangir sem hægt var að skeyta saman. Við vildum ekki hafa samskeyti, svo að við brugðum á það ráð að kaupa ryðfría stálstöng sem við styttum niður í rétta lengd og spreyuðum svo svarta.

Í IKEA var hægt að kaupa litla stöng sem fylgdu tvær festingar. En þar sem stöngin okkar er heilir 2 metrar, þá þurftum við þrjár festingar, svo að hún myndi ekki svigna í miðjunni. Svo að úr varð að kaupa tvær pakningar af  FINTORP stöng til að fá þær festingar sem okkur vantaði.
Við erum mjög ánægð með útkomuna og frábært að finna svona einfalda og stílhreina lausn fyrir fallegu bollana mína.

Hér gyemdi ég bollana
þar til ég þurfti að finna nýjan stað fyrir þá.
Svona voru hillurnar áður en við settum stöngina upp.
Ég prufaði að raða bollunum upp á marga vegu
En ég var ekki sátt við uppröðunina, sama hvernig ég raðaði.
Það kom einhvernvegin ekkert nógu vel út.

 

Byrjað að mæla og máta.
Stöngin sem við keyptum til að fá festingarnar
heitir FINTORP og fæst í IKEA
Svona líta festingarnar út,
og þarna er verið að máta þær á stöngina.
Mía, hundurinn okkar fylgdist spennt með öllu 😉

 

Á þessum myndum sést vel hvernig stöngin svignaði þegar festingarnar voru bara tvær.

 

Þriðja festingin komin og þetta lítur mun betur út.

 

Stöngin komin upp og bollarnir komnir á sinn stað.
Þetta var ótrúlega skemmtilegt og einfalt DIY verkefni og það var sko ekki verra að hafa svona handlaginn eiginmann sér við hlið! Ég vona að einhverjir geti ýtt sér þessa útfærslu okkar 😉 Það væri jafnvel gaman að sjá fleiri útfærslur frá ykkur með ykkar bolla eða ykkar „bollastangir“.
svo að lokum vil ég minna á að ég er með opið snaphcat þar sem ykkur er að sjálfsögðu velkomið að fylgjast með mér. En þar set ég inn allt það sem ég er að brasa og bardúsa. Bæði DIY verkefni hér heima og í garðinum ásamt ýmsu öðru svo sem tertu skreytingum og fleiru spennandi.
Snap: fridabsandholt
Færslan birtist upphaflega á bloggsíðu Fríðu. 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Guðmundur H. Garðarsson er látinn

Guðmundur H. Garðarsson er látinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.