fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Ungir drengir á vespu keyrðu á sex ára gamlan son Hönnu: „Ég var bara á 20 kílómetra hraða, hvaða máli skiptir þetta?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 23. apríl 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex ára gamall sonur Hönnu Katrínar Finnbogadóttur lenti í miður skemmtilegu atviki um helgina þegar hann var staddur að leik, ásamt föður sínum og þriggja ára systur fyrir utan Hólabrekkuskóla.

„Hann var á hlaupahjóli með hjálm og var að renna sér í brekku frá göngustígnum sem leiðir inn skólalóðina. Á sama tíma kemur drengur á bensínvespu með farþega aftan á og klessir á son minn. Strákurinn minn reyndi að bremsa eins og hann gat en ekki náðist að koma í veg fyrir árekstur,“ segir Hanna Katrín sem vil brýna fyrir foreldrum hversu mikilvægt það sé fyrir börn á vespum að vera í viðeigandi hlífðarfatnaði og með hjálm.

Drengirnir gerðu lítið út árekstrinum

„Drengirnir á vespunum sem voru 14-15 ára gamlir stöðvuðu eftir að hafa keyrt á son minn og sögðu við hann : „Hvað í fokkanum varstu að gera?!“ Maðurinn minn heyrði í þeim og snögg reiðist, hleypur í áttina að þeim og spyr hvað þeim gangi til. Drengirnir voru voða töffarar og svöruðu með skætingi. Sögðust til að mynda aðeins hafa verið á 20 kílómetra hraða og spurðu hvaða máli þetta skipti.“

Hanna Katrín segir að maðurinn hennar hafi séð að drengirnir voru glottandi og gerðu lítið úr atvikinu.

„Þeir töluðu sín á milli annað tungumál og heyra mátti hæðnistón þó ekki skildist hvað þeir voru að segja.“

,,Ég var bara á 20 kílómetra hraða, hvaða máli skiptir þetta?“

„Fyrir mér skiptir það bara hellings máli að börnin mín séu óhult úti að leika á skólalóðinni. Hvað ef þetta hefði verið 3 ára stelpan mín sem hefði orðið fyrir vespu á 20 kílómetra hraða? Eða ég sjálf með 8 mánaða barnið mitt í vagni og vespan hefði klesst á vagninn?“

Að sögn krakka sem þarna vöru í kring var þetta ekki í fyrsta skiptið sem þessi sami drengur keyrir á krakka.

„Sá sem keyrði vespuna var með hjálm en ekki í neinum hlífðarfatnaði, sá sem sat aftan á var hvorki með hjálm, né í hlífðarfatnaði. Sem betur fer duttu þeir ekki sjálfir af því annars hefðu þeir örugglega slasast. Sonur minn fékk mar á síðuna eftir áreksturinn. Eftir á að hyggja hefði maðurinn minn átt að hringja í lögregluna en í hita leiksins þá gleymdist það.“

Hanna biður foreldra barna sem keyra um á vespum að taka sér tíma og ræða við börnin sín að fara varlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga