fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Vegan-bollakökur að hætti Amöndu Cortes

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 20. apríl 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amanda Cortes, bloggari hjá öskubuska.is, hefur gaman af því að prófa sig áfram í bakstri. Amanda er vegan og er dugleg að deila uppskriftum sínum með fólki, bæði á blogginu og Snapchat.

Bollakökur:

– 2 bollar (250 g) hveiti

– 1 bolli (200 g) hrásykur

– 1 tsk. matarsódi

– ½ tsk. salt

– ½ tsk. kanill

– 3 msk. instant kaffi

– 2 msk. heitt vatn

– 1 bolli (240 ml) möndlumjólk eða önnur plöntumjólk

– 1/3 bolli ólífuolía

– 1 msk. eplaedik

– 1 höregg (möluð hörfræ+vatn)

Smjörkrem

– 3 bollar (375 g) flórsykur

– 1/3 bolli (75 g) vegan-smjör

– 1 msk. instant-kaffi

– 2 msk. möndlumjólk

– 1 tsk. vanillu-extrakt

Aðferð:

Ofninn er forhitaður í 180 °C og bollakökuformum raðað í bakka. Hveiti, sykri, matarsóda, salti og kanil er hrært saman í skál. Instant-kaffi er hrært út í heitt vatn þar til það verður þykkt og möndlumjólk þá blandað við.

Kaffiblöndunni er þá bætt út í skálina ásamt vanillu, ólífuolíu og eplaediki. Höregg er útbúið með því að blanda 1 msk. af möluðum hörfræjum við 3 msk. af heitu vatni og látið standa í smá stund svo blandan þykkni.

Hrærið deigið saman við höreggið og hellið jafnt í 12 bollakökuform. Bakið í 25 mínútur eða notið tannstöngul til að kanna hvort þær séu bakaðar (ef hann kemur upp hreinn úr miðju deigsins eru þær tilbúnar.)

Blandið instant-kaffi við möndlumjólk og vanillu, hrærið svo saman við smjör og flórsykur í hrærivél. Hrærið rólega í fyrstu og aukið svo hraðann þar til silkimjúkri áferð er náð. Bætið við smávegis möndlumjólk ef þykktin er of mikil, eða flórsykri ef áferðin er of þunn.

Skreytið bollakökurnar með kreminu og sáldrið smávegis kanil yfir.

Samfélagsmiðlar Amöndu:
Snapchat: polepanda
Instagram: amandasophy

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.