fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Fimm ára barátta Hilmars og Rjóma um flutning til Íslands

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 13. apríl 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Egill Jónsson flutti til Noregs árið 2011 þar sem hann hafði ákveðið að búa ásamt fjölskyldu sinni í eitt ár. Þar lét Hilmar langþráðan draum sinn rætast og keypti sér English Bull Terrier hvolp sem fékk nafnið Rjómi.

Fjölskyldan gerði sig síðan klára til að flytja heim til Íslands ári síðar. Héldu þau að það yrði auðsótt mál að fá leyfi til þess að flytja Rjóma með til landsins þar sem tegund hans er ekki á svokölluðum lista yfir bannaðar hundategundir. Málið reyndist hins vegar erfiðara en svo og hófst í kjölfarið fimm ára barátta Hilmars fyrir því að fá hundinn heim.

Hundurinn Rjómi

„Eftir að hafa farið með málið í gegnum MAST, ráðuneytið, héraðsdóm og Hæstarétt virtust öll sund lokuð en á undraverðan hátt fékk Hilmar loksins leyfi til þess að flytja með alla fjölskylduna heim seint á síðasta ári. Það má því segja að sagan hafi endað vel.“

Segir Freyja Kristinsdóttir í viðtali við DV.

Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og kvikmyndagerðakona

Freyja er lærður dýralæknir og hundaþjálfari sem hefur undanfarið starfað við kvikmyndagerð.

„Ég lærði heimildamyndagerð í Danmörku árið 2015 og á svipuðum tíma og ég kláraði námið, þá var mál Hilmars og Rjóma töluvert í fjölmiðlum. Mér fannst þetta áhugavert og hafði samband við Hilmar sem sendi mér öll málsgögnin. Eftir að hafa lesið yfir þau var ég sannfærð um að þetta væri efni í heimildamynd.“

Freyja hitti Hilmar og Rjóma í fyrsta skiptið vorið 2016 og hóf þá tökur á heimildamynd um mál þeirra.

Freyja og Rjómi

„Nú hef ég loksins lokið öllum tökum og er að leggja lokahönd á klippivinnuna. Hilmar er ekki sá fyrsti sem hefur fengið neitun frá MAST, en það sem er svo magnað við þessa sögu er að hann gafst aldrei upp, sama hversu miklu mótlæti hann mætti. Hann var allan tímann sannfærður um að hann hefði rétt á að flytja hundinn inn. Það er margt í þessari sögu sem er áhugavert að skoða nánar og er það markmiðið með heimildamyndinni.“

Rjómi á fimm ára afmælisdegi sínum

Freyja stendur nú í ýmiss konar eftirvinnslu á myndinni og hefur hún brugðið á það ráð að safna fyrir vinnunni á Karolina Fund. Þeirri söfnun lýkur á sunnudaginn næstkomandi, þann 15. apríl, og verður frumsýning myndarinnar þann 24. maí í Bíó Paradís og almennar sýningar eftir það.

Fyrir áhugasama er hægt að styrkja verkefnið með því að fara inn á slóðina hér fyrir neðan. Hægt er að styrkja verkefnið með misháum upphæðum og í leiðinni næla sér í miða á forsýningu myndarinnar eða á almennar sýningar.

https://www.karolinafund.com/project/view/2025

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona