fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

10 atriði um meðgöngu sem læknirinn segir þér ekki

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 3. mars 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að fá að ganga með, fæða og eiga barn er eitt mesta kraftaverk lífsins. Kvennlíkaminn gengur í gegnum ótrúlegar breytingar meðan á meðgöngu stendur, sumar verri en aðrar.

Þær konur sem ganga með sitt fyrsta barn geta orðið varar við ýmsar berytingar á líkama og sál sem þær voru ekki undirbúnar fyrir. Dv tók saman tíu breytingar sem konur gætu átt von á að upplifa á meðgöngu.

1. Hreiðurgerð

Margar barnshafandi konur upplifa þörf til að taka til og gera fínt fyrir komu barnsins. Sumar ráðast meira að segja í verkefni sem þær hafa frestað svo árum skiptir, eins og tiltekt í bílskúr eða geymslum. Eftir því sem styttist í komu barnsins verður líklegra að þú farir að þrífa veggi og skápa að innanverðu — eitthvað sem þú hefðir aldrei hugleitt að gera áður en þú varðst ófrísk. Taktu þessari tiltektarþörf fagnandi því hún gefur þér meiri tíma til að jafna þig og kynnast barninu þínu eftir fæðingu. Passaðu þig bara að ofreyna þig ekki.

2. Erfiðleikar við einbeitingu

Á fyrsta skeiði meðgöngu finna margar konur fyrir morgunógleði, svima og andlegri deyfð. Margar finna einnig fyrir skorti á einbeitingu og aukinni gleymsku. Ástæðan, auk hormónabreytinga, er oftast sú að konurnar eru uppteknar af barninu. Allt annað — þar á meðal vinna, reikningar og læknisheimsóknir — virkar óspennandi. Komdu þér upp kerfi með minnisblöðum til að muna eftir mikilvægum fundum og dagsetningum.

3. Skapgerðarbreytingar

Meðganga á margt skylt með fyrirtíðaspennu. Brjóstin eru viðkvæm, hormónaflæðið ruglast og þú finnur fyrir skapgerðarbreytingum. Ef þú hefur þjáðst af slæmri fyrirtíðaspennu ertu líklegri til að finna fyrir skapgerðarsveiflum á meðgöngu. Eina stundina ertu glöð og kát en hina grátandi. Þú getur líka fundið fyrir pirringi í garð makans einn daginn og pirrast síðan á samstarfsfélaga hinn daginn. Skapgerðarsveiflur eru mjög algengar á meðgöngu og eru algengastar í upphafi og við lok hennar. Talaðu við lækni ef þér er hætt að lítast á blikuna.

4. Skálastærðin

Stækkandi barmur er eitt fyrsta merki um að þú sért ófrísk. Brjóstin stækka á fyrsta skeiði meðgöngunnar vegna aukins magns af hormónunum estrógeni og prógesteróni. Og þau halda áfram að stækka meðgönguna á enda. Þú gætir þurft að kaupa þér nokkra nýja brjóstahaldara á þessu tímabili.

5. Áhrif á húð

Tala margir um að það geisli af þér? Margar breytingar verða á húðinni vegna aukins flæðis hormóna og vegna þess að húðin þarf að teygja úr sér til að hylja ört stækkandi líkamann. Sumar konur fá bletti í andlit, aðrar dökka rönd niður frá nafla og hjá enn öðrum verður svæðið í kringum geirvörturnar dekkra. Bólur, freknur og fæðingarblettir geta líka skotið upp kollinum og orðið dekkri og stærri. Flestar þessara breytinga ganga til baka eftir fæðingu. Flestar finna líka fyrir kláða á einhverjum tímapunkti á meðgöngu.

6. Hár og neglur

Margar konur verða varar við breytingar í áferð og vexti hárs á meðgöngu. Vegna hormóna vex hárið hraðar. Því miður eru þessar breytingar sjaldnast komnar til að vera og margar konur missa mikið hár eftir fæðingu eða þegar brjóstagjöf lýkur. Sumar konur finna hár á óvinsælum stöðum, eins og í andliti, á maga eða í kringum geirvörtur. Enn aðrar segja áferð hársins breytast og dæmi eru um að hárlitur kvenna breytist á meðgöngu. Hormón geta líka valdið því að neglur vaxa hraðar og eru harðari en ella.

7. Skóstærð

Þótt þú passir ekki lengur í fötin þín ættirðu enn að komast í skóna þína, eða hvað? Kannski, kannski ekki. Vegna aukins vökva í líkamanum eru fætur ófrískra kvenna oft bólgnir og sumar verða einfaldlega að fjárfesta í stærri skóm.

8. Lausari liðbönd

Líkaminn framleiðir hormónið relaxín til að undirbúa sig fyrir fæðinguna. Hormónið leysir um liðböndin svo fæðingin verði auðveldari en þú getur orðið viðkvæmari fyrir vikið, sérstaklega í mjaðmagrind, mjóbaki og hnjám. Farðu varlega og forðastu allar óþarfar og snöggar hreyfingar.

9. Æðahnútar, gyllinæð og hægðatregða

Margar ófrískar konur fá æðahnúta á fætur og við kynfærasvæðið. Til að forðast æðahnúta skaltu:

— ekki standa eða sitja kyrr í langan tíma;

— nota víð og þægileg föt;

— fjárfesta í sokkum með stuðningi;

— hreyfa fæturna þegar þú situr.

Gyllinæð hrjáir einnig margar barnshafandi konur. Gyllinæð getur fylgt sársauki, kláði og stingir og ef þú þjáist einnig af hægðatregðu, líkt og margar ófrískar konur finna fyrir, getur ferðin á klósettið orðið hreinasta martröð. Besta leiðin til að berjast gegn gyllinæð og hægðatregðu er að koma í veg fyrir einkennin með réttu mataræði. Borðaðu trefjaríka fæðu og drekktu nóg vatn. Hreyfing kemur líka meltingarkerfinu af stað. Ef þú þjáist af slæmri gyllinæð er gott ráð að sitja á púða. Leitaðu til læknis ef einkennin eru slæm.

10. Það sem kemur út úr líkamanum

Þú hefur lifað af bæði geðsveiflur og gyllinæð og telur líklegt að allt óvænt sé yfirstaðið. Staðreyndin er hins vegar sú að á fæðingardaginn sjálfan mun líklega margt koma þér á óvart. Aðeins ein af hverjum tíu konum upplifa það að missa vatnið eins og við sjáum í bíómyndunum. Annað sem gæti komið þér á óvart í fæðingunni er magn blóðs og vatns úr líknarbelgnum. Sumar konur upplifa ógleði, aðrar fá niðurgang og enn aðrar leysa mikinn vind meðan á fæðingunni stendur. Þú gætir misst stjórn á þvagblöðru og ristli. Vertu undirbúin og láttu ljósmóður þína vita hvernig þú vilt taka á málunum ef til þeirra kemur í fæðingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum