fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Guðrún Helga fékk átkastaröskun í kjölfar þátttöku sinnar í fitness: „Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað tæki við eftir mótið“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 14. mars 2018 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Helga Fossdal Reynisdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á fitness og hefur sjálf tekið þátt í keppninni. Það sem hún gerði sér þó ekki grein fyrir var að í kjölfar þátttöku hennar þróaði hún með sér átkastaröskun sem hefur eyðilagt frama hennar í íþróttinni og mun hún vera í mörg ár að koma jafnvægi á líkamann aftur.

Ég á yfir höfði mér margra ára meðferð til þess að fá allt í jafnvægi aftur. Ef ég hefði hlustað á sjálfa mig frá byrjun og viðurkennt um leið að ég ætti vð átröskun að stríða og hefði byrjað að tækla það áður en ég tók þátt í fitness þá hefði ég átt meiri frama fyrir mér,

segir Guðrún Helga í samtali við Bleikt.is

Erfitt að ræða þetta opinberlega

Guðrún viðurkennir að henni þyki virkilega erfitt að ræða þetta opinberlega en að henni þyki það þó mikilvægt samt sem áður til þess að vekja athygli á sjúkdómnum.

Ég vil byrja á því að taka það fram að ég er mikill aðdáandi fitness á öllum stigum og flokkum. Ég fylgist með öllum mótum hérlendis og erlendis, sérstaklega ef Íslendingar eru að keppa. Ég dáist af keppendum og margir þeirra hafa verið mér mikil hvatning í gegnum erfið tímabil. Ég vildi óska þess að ég hefði vitað afleiðingarnar áður þar sem þær eru eflaust búnar að eyðileggja frama minn í íþróttinni.

Guðrún greinir frá því að hún eigi að baki langa sögu af átröskun sem hún hafi iðulega neitað sjálfri sér þar til nýlega.

Ég hélt ég hefði stjórn á röskuninni því ég var ekki að svelta mig né kasta upp lengur eftir máltíðir. Mér fannst allt vera í fínasta jafnvægi hjá mér því ég var að borða hollt og hreyfa mig, þetta var áður en ég fór í fitness.

Hlustaði ekki á líkama sinn

Þegar Guðrún tók ákvörðun um að taka þátt í fitness fór hún í þjálfunarferli hjá framúrskarandi þjálfara sem hún lítur mikið upp til.

Það er ekki henni að kenna að ég fór þessa leið, það er mér að kenna að hafa ekki hlustað nógu vel á sjálfa mig. Þjálfunarferlinu fylgir strangur agi, sem hentar mér reyndar mjög vel og á nokkrum vikum komu afgerandi breytingar á líkamanum í ljós, sem ég elskaði. Ég hafði í raun aldrei verið í jafn flottu formi og áður fyrr. Ég steig á svið og naut mín algjörlega, þetta var mögulega skemmtilegasta upplifunin mín. Á sviðinu ertu afvötnuð og búin að kolvetnasvelta þig ásamt dragtískri megrun sem ég var alveg búin að gera mér grein fyrir. Ég gerði mér alls ekki grein fyrir hvað tæki við eftir mótið.

Eftir mót fór líkami Guðrúnar að koma sér í sama far og hann var vanur að vera í og hafði það skelfilegar afleiðingar á hugsun hennar.

Ég ákvað því strax að taka aftur þátt í næsta móti og í raun gerði ég það einungis til þess að geta haldið áfram líkamsforminu og gat róað mig niður með þeim hugsunum að næsti niðurskurður myndi laga þetta. Þarna var ég komin í ömurlegan vítahring án þess að gera mér grein fyrir því eða vilja viðurkenna það fyrir sjálfri mér.

Hefði geta haldið áfram ef ekki væri fyrir átkastaröskunina

Guðrún steig svo aftur á svið og gerði enn þá betur en síðast.

Ég var með mikið keppnisskap og hefði geta haldið meira áfram ef ég hefði hlustað á líkama minn til þess að byrja með. Ég dauðsé eftir því að hafa ekki viðurkennt fyrir mér fyrr að ég ætti við átröskun að stríða. Unnið samviskusamlega í því áður en ég tók þátt og tekið svo ákvörðun eftir það hvort ég treysti mér andlega í fitness íþróttina. Með því að flýta mér svona gjörsamlega eyðilagði ég mikið fyrir mér.

Í dag er Guðrún greind með átröskun og átkastaröskun sem hún þarf að vinna í.

Átkastarösunina þróaði ég með mér eftir að ég fór í fitnessið vegna þess að ég var og er með átröskun, ekki vegna þess að ég fór í fitness. Ég er með óheilbrigða ímynd gagnvart mat og líkamsrækt. Dæmigerð vika hjá mér er að frá fimmtudegi til sunnudags þá ét ég á mig gat af alls kyns óhollustu sem mér finnst ekki einu sinni gott, eins og bland í poka, ís, smákökur og fleira. Ég hafði enga löngun í þetta sælgæti áður en núna missi ég mig ef ég kemst í það og missi mig ef ég kemst ekki í það. Svo fæ ég samviskubit, mér líður mjög illa eftir köstin og ég reyni að bæta úr því með því að ofþjálfa mig næstu daga eftir á, sem er í raun staðin fyrir að kasta upp og ekkert minna skaðlegra ef eitthvað er.

Vill vekja athygli ungra stúlkna

Ástæðan fyrir því að Guðrún vill tjá sig opinberlega um veikindi sín er til þess að vekja athygli á átkastaröskun og vegna þess að margar ungar stelpur sem sækja í fitness gera sér ekki endilega grein fyrir því sem þær gætu lent í.

Ef þú ert að hugsa um að fara í fitness og ert með einhverja fortíðarsögu varðandi átröskun þá myndi ég hugsa mig tvisvar sinnum um og vera sönn við sjálfa þig. Byrja fyrst á því að vinna í röskuninni áður en þú ferð í fitnessið. Ekki gera sömu mistök og ég. Ég hefði viljað fara þessa leið frekar, unnið í röskuninni fyrst og þar með átt betri möguleika í fitness og með hugsanirnar og tilfinningarnar í jafnvægi. Heilsan á alltaf að vera í forgangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.