fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Tengsl og sjálfsumhyggja: ,,Það virðist vera auðveldara að tengjast í gegnum neikvæðni“

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 10. mars 2018 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við mannfólkið erum tengslaverur og gætum ekki lifað án tengsla. Við myndum margskonar tengsl alla ævi, eins og við: Foreldra, systkini, maka, börn, vini, vinnufélaga og þar fram eftir götunum. Oftast er það svo að það verður ákveðið vanamynstur í birtingarmynd tengslanna, þ.e. hvers eðlis birtingarmyndin er.

Segir Ragnhildur Birna Hauksdóttir í nýjasta pistli sínum um tengsl og sjálfsumhyggju.

Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur

Við getum til að mynda skoðað vinnustað eða fjölskyldu og velt fyrir okkur um hvað er talað. í gegnum hvaða þætti er fólk að tengjast? Er það í gegnum umræður um það sem miður fer? Óréttlæti? Mistök annarra? Eða er það í gegnum þætti sem tengjast því að lyfta upp, læra og þroskast?

Ragnhildur segir almenna tilhneigingu mannfólks virðast tengjast í gegnum neikvæðni.

Það er ekki eitthvað sem ég fann upp, það hefur verið skoðað af mörgum. Það virðist á margan hátt vera auðveldara, eflaust á sama hátt og það er okkur að mörgu leiti eðlislægara að hugsa neikvætt og tengist því hver við vorum og hvernig við þurftum að lifa áður fyrr, skynja hættur og þess háttar.

Ef við veltum fyrir okkur sjálfsumhyggju í þessu sambandi

Það að vinna að því að þroskast sem manneskja á heilbrigðan hátt þá þurfum við að verða meðvituð um þau tengsl sem eru í lífi okkar. Til að fara inn í meðvituð, upplyftandi tengsl þarf maður á hugrekki að halda, eins skrítið og það hljómar. Erum við nægilega hugrökk til að fara út úr þessu vanamynstri manneskjunnar: að tengjast í gegnum neikvæðni?

Ragnhildur greinir frá því að ef skoðað er athugasemdakerfi fjölmiðla þá megi sjá yfirgnæfandi fjölda athugasemda sem tengjast neikvæðum þáttum.

Fólk kannast við sig og finnst það oft „heima” þegar það hópast saman í kringum það að gagnrýna eitthvað sem miður fer og ræða það afturábak og áfram. Ekkert er yfir gagnrýni hafið, það er ekki meiningin, heldur hitt að við getum valið hvernig við gagnrýnum. Öll tengsl tengjast á endanum tengslunum við okkur sjálf. Við horfum stöðugt í spegil, viljum við vaxa ? Það krefst hugrekkis því þá erum við ekki þátttakendur í gömlu vanamynstri. Ef við förum þá leið í lífinu að velja hvernig birtingarmynd við viljum hafa á tengslum okkar við aðra þá erum við að breyta tengslum okkar við okkur sjálf. Hvert viljum við fara ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona