fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Einföld og góð ráð til að undirbúa máltíðir: Tíma- og peningasparnaður

Öskubuska
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ein af þeim sem hefur gaman af því að elda, og elska að borða.
Ég er líka ein af þeim breytir um persónuleika þegar svengdin bankar upp á og breytist í banhungrað skrímsli á stuttum tíma. Skrímslið tætir í sig hvaða mat sem fyrir verður þó ætlunin hafi ekki verið að hakka í sig súkkulaði stykki í staðin fyrir brokkolíið sem keypt var inn (ég þoli ekki þegar það gerist).
Það sem virkar lang best fyrir mig og kemur í veg fyrir að skyndibita fantasíur mínar verði meira en bara fantasíur, er að vera ávalt skrefinu á undan. Yfirleitt deyja þessar fantasíur einnig með skrímslinu þegar svengdin er horfin.

DSC_1614edit

DSC_1764edit

Meal prep er eitthvað sem ég hef tileinkað mér í góðan tíma og hjálpar það mér fáránlega mikið. Ekki einungis gegn svanga persónuleikanum, en einnig sem tíma- og peningasparnaður! Það er vissulega hægt að grípa sér hollan skyndibita ef maður velur rétt, eða hlaupa út í búð og versla í eina máltíð, en það er fljótt að telja.

Dæmi um viku þar sem ég sleppti að meal preppa: ég keypti mér tilbúin mat mun oftar en ég hefði viljað gera, ég var sífellt að hugsa um það hvað ég ætti að borða næst, ég beið oft með það að borða fram á síðustu stundu þegar skrímslið var ekki einungis orðið pirrað heldur freyðandi af bræði.

Undirbúningur

Jájá, hver hefur ekki heyrt þessa? Samt sem áður er þetta lykilatriði. Planaðu fyrirfram hvað þú ætlar að elda, útbúðu innkaupalista, hvenær þú ætlar í búðina og planaðu hvenær þú ætlar að elda. Þetta er orðið að rútínu hjá mér og bý ég því alltaf til tíma fyrir það.

DSC_1345edit

DSC_1416edit

Skiptu niður verkum

Ef þú ætlar að ákveða hvað á að vera í matinn, fara út í búð að versla og SVO elda allt saman, þá getur þetta auðveldlega vaxið þér í augum. Ég skipti preppinu niður í 2-3 hluta (yfirleitt 3) svo að ég sé líklegri til að hafa tíma fyrir verkin, og finnist þetta ekki vera of mikið.

Dæmi: Á föstudögum plana ég hvað ég vil hafa í matinn. Planið mat sem þið vitið að ykkur finnst góður og gætuð hugsað ykkur að borða 3-4 daga í röð. Ég plana einn rétt fyrir hádegismat og einn rétt fyrir kvöldmat.

  • Skoðið hvað þið eigið til heima sem gæti nýst í matinn.
  • Setjið þá saman innkaupalista fyrir því sem uppá vantar.
  • Á laugardögum fer ég í búðina og versla allt af innkaupalistanum.
  • Á sunnudögum elda ég allan matinn. Þessi tímasetning er það sem hentar mér best en þið finnið algjörlega sjálf hvenær hentar.  Þar sem ég elda fyrir 3-4 daga í einu þá geri ég oft “mini-meal prep” í miðri viku sem getur verið það sama og var í matinn eða afgangar af því sem ekki var nýtt.

Multi-tasking

Ég vil ekki eyða öllum deginum í eldhúsinu svo ég reyni að elda sem flesta hluti í einu.
Meðan ég er að sjóða quinoa í potti er grænmeti að gufusjóða í öðrum potti, enn meira grænmeti að bakast í ofninum og próteingjafinn (hvað sem þið eruð vön að borða, hvort sem það er baunir, kjöt, tofu) að steikjast á pönnu. Það er snilld að hafa einn réttinn sem kássu eða súpu sem getur mallað í stórum potti eða í slow cooker.

DSC_0846edit

Einfalt er gott

Í fyrstu fann ég mér alltaf uppskriftir og fór eftir þeim en í dag finnst mér gott að hugsa um mat í hráefnum, sem ég get saman á ýmsan hátt. Ég skipti matnum niður í prótein, grænmeti og auka kolvetni. Þar sem ég borða ekki kjöt er próteinið mitt oftast tofu, baunir eða soya kjöt. Þið veljið það sem hentar ykkur best. Ég vel grænmeti sem mér lýst vel á að hafa þessa vikuna og reyni að hafa það fjölbreytt (ekki sama í hádeginu og um kvöldið). Auka kolvetni eru þá sætar kartöflur (eða venjulegar), hrísgrjón, quinoa, bygg, pasta o.s.frv. Ég er dyggur aðdáandi quinoa þar sem þessi frætegund er afar prótein rík og er létt í maga. Ef ég vel mér hrísgrjón þá hef ég meira grænmeti og minna af hrísgrjónum því þau geta verið þung í magann. Ef ég vel pasta geri ég það sama og vel annað hvort heilhveitipasta eða jafnvel pasta unnið úr baunum og grænmeti.

24651021_10155229355078214_1077322933_o

Æfingin skapar meistarann

Það mun taka nokkrar vikur að komast almennilega í rútinu og venjast því að meal preppa.
Það mun koma fyrir að þið gleymið að undirbúa ykkur, gleymið að elda og fattið allt í einu að þið eigið ekkert nesti eftir. Það munu koma dagar þar sem ykkur mun finnast erfitt að ákveða hvað eigi að vera í matinn. Mér finnst gott að leita mér innblásturs á pinterest eða instagram (mæli með #mealprep á insta).
Þetta er allt saman eðlilegt og verður auðveldara eftir því sem þið gerið þetta oftar. Þetta er svo mikils virði og auðveldar mér vikuna svo mikið að ég get ekki hugsað mér að sleppa þessu.

Færslan birtist upphaflega á Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.