fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Sprenghlægilegar sögur af hormónafullum óléttum íslenskum konum – 2 hluti

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 26. febrúar 2018 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestar konur sem gengið hafa með barn undir belti kannast við þá óstjórnlegu hormónaframleiðslu sem líkaminn setur af stað nánast um leið og pissað er á prófið. Hormónarnir gera það að verkum að konan verður virkilega tilfinninganæm á meðan á meðgöngunni stendur og oft í nokkra mánuði eftir á.

Bleikt hafði á dögunum samband við konur sem voru tilbúnar til þess að deila sprenghlægilegum sögum frá meðgöngu sinni þar sem hormónarnir tóku öll völd.

Hægt er að lesa fleiri sögur af hormónafullum óléttum konum hér.

°°

Ég horfði á endann á bikarleik í körfubolta kvenna. Ég hef sjaldan grátið jafn mikið yfir sjónvarpinu eins og þegar bikarinn var afhentur. Ég veit ekki enn þá hvaða lið voru að spila!

°°

Ég hafði óstjórnlega þörf fyrir því að smakka handsápur. Alltaf þegar ég þvoði mér um hendurnar fannst mér froðan svo girnileg, þannig að ég var farin að þvo mér alveg í tvö til fjögur skipti í hvert sinn sem ég gekk inn á bað bara til þess að borða froðuna af handsápunni.

°°

Mig langaði svo mikið í pizzu og pantaði hjá Dominos en ég bjó korteri frá þeim. Við keyrum af stað og komumst á áfangastað, ég hleyp út úr bílnum og fatta þá að ég gleymdi kortinu mínu og fyrrverandi líka. Ég grenjaði alla leiðina heim, grenjaði heima, grenjaði alla leiðina til baka í Dominos og alla leiðina heim aftur, með pizzuna í fanginu. Hún var rosalega góð samt.

°°

Eitt skipti þegar ég var ólétt vaknaði ég af blundi og mundi eftir því að það væri til hangikjöt inni í ísskáp og flatbrauð í frysti. Ég fer og næ mér í flatbrauð og afþíði það í örbylgjunni. Þegar ég ætlaði svo að ná mér í smjör og hangikjöt þá fann ég ekki hangikjötið. Ég spyr því manninn minn hvar það sé og þá greinir hann mér frá því að hann hafi klárað það. Ég varð svo reið og sár að ég lamdi til hans og fór að grenja. Ég man enn þá tilfinninguna.

°°

Þegar ég var ólétt af þriðja barninu mínu var ég í tölfræðitíma í háskólanum. Kennarinn var að reyna að útskýra fyrir mér eitt dæmið og sama hvað hann reyndi, ég skildi ekkert í því. Ég fór því að grenja og hringdi grenjandi í mömmu mína, þrjátíu og þriggja ára gamla mömmustelpan!

°°

Í lok árs árið 1999 var ég gengin 7 mánuði á leið með frumburðinn. Ég var búin að vera með æði fyrir döðlusúkkulaði sem fékkst ekki á Blönduósi þar sem ég bjó og viðraði ég þá hugmynd við mömmu mína að ég skyldi keyra til Reykjavíkur til þess að versla þetta góðgæti. Hún harðbannaði mér að keyra með þessa risabumbu sem ég var með og vildi heldur ekki keyra mig. Morguninn eftir tók ég rútuna, hringdi á leigubíl á BSÍ og lét hann keyra mig í Kringluna þar sem ég keypti mér heilt kíló af hnossgætinu í Konfektbúðinni. Tók svo rútuna aftur til baka. Ég gleymi aldrei svipnum á móður minni!

°°

Ég fór í snemmsónar með mitt fyrsta barn, fóstrið var þá skoðað í gegnum leggangasónar og allt í góðu. Svo mætum við í 12 vikna sónar en ég sé engan skiptiklefa, bara tvo stóla og svo bekkinn sem ég átti að liggja á. Ég klæði mig því úr að neðan og set fötin á annan stólinn og maðurinn minn situr á hinum. Þá snýr ljósmóðirin sér við og segir: „Nei, nei, nei þessi sónar er gerður í gegnum magann!“ Ég svoleiðis þaut aftur í buxurnar og endaði auðvitað í þeim vitlausum.

°°

Ég barðist við mikla ógleði alla meðgönguna og var sí kastandi upp. Einn daginn þegar ég var stopp á rauðu ljósi lít ég til hliðar inn í bílinn við hliðina á mér. Þar sá ég fallegasta mann sem ég hef nokkurn tímann séð. Ég brosi til hans og hann til mín, svo án nokkrar viðvörunar æli ég! Á Rúðuna, á mig og bara út um allt.

°°

Ég borðaði klósettpappír frá 21 viku og allt þar til drengurinn varð 5 mánaða gamall. Það varð að vera ákveðin tegund, endurunninn. Já og það voru um það bil 15-20 arkir á dag.

°°

Þegar ég var ólétt af dóttur minni þá skildi ég ekkert hvernig fólk gat fengið svona mikið æði fyrir ákveðnum mat. Í fullri hreinskilni trúði ég bara ekki á það, þar til ég upplifði það sjálf. Ég fékk reyndar ekki æði fyrir að borða eitthvað en ég elskaði lyktina af glæru, þykku límbandi. Ég tók rúllu með mér heim úr vinnunni og sniffaði endalaust. Á meðan ég horfði á sjónvarpið, í bílnum, svaf með það á náttborðinu og sniffaði vel fyrir svefninn. Stundum vaknaði ég á næturnar og þefaði af því og svo um leið og ég vanaði. Ég skilaði svo rúllunni eftir að ég átti.

°°

Þegar ég var ólétt að seinna barninu mínu þráði ég ekkert heitar en að borða mold. Þetta var orðið svo slæmt að ég var farin að leita uppi blómapotta hjá fólki til þess að þefa upp úr þeim. Eitt kvöldið þegar ég var búin að labba vandræðalega oft fram hjá blómunum hennar mömmu stóðst ég ekki mátið og fékk mér smá smakk. Ég gleymi aldrei svipnum á mömmu þegar hún sagði við mig: „Ég trúi ekki að þú hafir virkilega étið upp úr blómapottinum mínum!“ Ég bara gat ekki hamið mig.

°°

Ég fékk óeðlilegt æði fyrir broddgöltum og ef það var mynd af broddgelti á einhverjum hlut þá þurfti ég að kaupa hann. Eyddi allt of miklum pening inn á Aliexpress því ég skrifaði „hedgehog“ í leitargluggann og náði að sannfæra mig um að ég þyrfti allt, þar með talið boddgaltahálsmen, vettlinga og styttur sem hefur aldrei verið notað. Ekki nóg með það þá átti ég það til að kaupa broddgalta tengda hluti og fela kaupin fyrir öllum svo engin vissi í raun hversu mikil árátta þetta var. Ég sit núna uppi með heilan lager af ónotuðu broddgaltadóti.

°°

Ég lenti að vísu þrisvar sinnum í þessu, en eftirminnilegasta skiptið var þegar ég fór á Dominos í Skeifunni og þar var fullt af fólki. Ég sest inn í bílinn minn, farþegameginn. Átta mig svo á því að ég er ein svo ég fer aftur út úr honum, sest bílstjórameginn og keyri burt. Það voru þó nokkrir sem urðu vitni að þessu og ég var heppin að það var hreinlega ekki hringt á lögregluna og tilkynnt að ég væri örugglega á einhverju!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“