fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég.

Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt.

Var sagt að þetta myndi líða hjá

Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina.

Mér var sagt að þetta myndi líða hjá. Mamma talaði við kennarann minn og fleiri í skólanum en það breyttist ekki mikið. Á hverjum degi í fjögur ár var mér strítt, ég var niðurlægð og barin.

Tanja segir að ofbeldið hafi ekki bara átt sér stað á skólatíma heldur einnig utan skólans.

Ég bjó á Dalvík og það var því ekki mikið um að velja annað, ég hefði þegið það að fá að skipta um bekk en það var aldrei gert.

Var heltekin af ótta

Öll mótunarár Tönju fólu í sér einelti og upplifði hún stanslausan ótta.

Ég var alltaf hrædd og hafði sjálfsskaðandi hugsanir. Ég var hrædd um að mamma og pabbi myndu deyja, eða fara frá mér. Ég var hrædd við sársauka, dauða og sjúkdóma. Ég var í raun heltekin af ótta. Ef ég var að leika mér með frændsystkinum mínum vildi ég alls ekki fara langt því ég hafði víðáttufælni og innilokunarkennd.

Tanja minnist þess sérstaklega að einn strákur hafi einbeitt sér að því að leggja hana í einelti.

Hann stoppaði gönguleiðir sem ég gekk, potaði í mig og meiddi mig daglega. En það voru einnig nokkrar stelpur sem tóku sig saman og töluðu til mín með niðurlægjandi orðum og tóku meðal annars útifötin mín og földu þau. Ég var alltaf skilin út undan og öllum fannst það voðalega fyndið. Þeim fannst svo gaman að taka þátt í þessu.

Mættu þrír í afmælið

Síðar meir flutti Tanja til Akureyrar og fékk afsökunarbeiðni frá einni stúlku í bekknum.

Ég held að það hafi bjargað mér á margan hátt. Eitt skipti ákvað ég að halda afmælið mitt og ég bauð öllum í bekknum mínum og vonaði að geta kannski bara byrjað upp á nýtt. Það mættu þrír og ég var mjög sorgmædd.

Tanja hefur þurft að takast á við mikinn sársauka vegna eineltisins sem hún upplifði.

Ég hef þurft að takast á við ofsakvíða, þunglyndi, hegðunarvanda og fíkn. Það er bara ég sem á að laga mig, hætta að vera aumingi.

Eftir að Tanja flutti með foreldrum sínum á Akureyri skánuðu hlutirnir lítið.

Ég eignaðist vini en ég átti í rosalegum erfiðleikum með samskipti. Ég hafði lært að hugsa bara um sjálfa mig og að það skipti engu máli hvernig öðrum líði því það voru hvort eð er allir vondir við mig. Þetta var vandamál allt þar til ég varð tvítug. Í dag get ég sett mig í spor annara og finn til með öðrum, ég kann að fyrirgefa en ég kann líka að vera reið og standa upp fyrir sjálfri mér. Það er eitthvað sem ég kunni aldrei. En ég er enn þá að vinna úr þessum hlutum frá barnæsku. Heilinn starfar öðruvísi í börnum sem lenda í svona vegna þess að hann mótast öðruvísi.

Það þarf að kenna börnunum að meiða ekki

Tanja hefur farið í margar meðferðir til þess að læra að vinna úr áföllum sínum og hefur hún sjálf lesið mikið af bókum varðandi sjálfshjálp.

Ég er orðin nokkuð góð í því að hjálpa öðrum í dag og vonandi get ég farið að vinna við það einn daginn. En við þurfum að kenna börnunum okkar að koma vel fram við aðra, kenna þeim að biðjast afsökunar, kenna þeim að það sé slæmt að skilja út undan og niðurlægja aðra. Við þurfum að kenna börnunum að meðhöndla ekki meiðslin heldur að kenna þeim að meiða ekki til þess að byrja með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fundurinn í London gekk ekki vel

Fundurinn í London gekk ekki vel
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.